Innlent

Flugvirkjar samþykktu samninginn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Örtröð myndaðist í Leifsstöð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair í desember. Verkfallið stóð yfir í tvo daga.
Örtröð myndaðist í Leifsstöð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair í desember. Verkfallið stóð yfir í tvo daga. Vísir/Eyþór
Nýr kjarasamningur flugvirkja sem starfa hjá Icelandair var samþykktur í rafrænni kosningu sem lauk í dag. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. Hann hafði ekki nákvæma tölu við höndina þegar blaðamaður náði af honum tali.

Kosningin stóð yfir í viku og voru 290 á kjörskrá. Þátttaka í kosningunni var um áttatíu prósent að sögn Óskars sem hann telur nokkuð góða þátttöku. Samningurinn, sem skrifað var undir þann 19. desember, er til ársloka 2019. Óskar vildi ekki fara náið út í breytingarnar á kjarasamningum.

Verkfallsaðgerðir flugvirkja hjá Icelandair stóðu hófust síðastliðinn sunnudag og stóðu yfir í tvo daga. Verkfallið hafði áhrif á flug um tuttugu þúsund farþega Icelandair. 


Tengdar fréttir

Fá kynningu á samningi

Samningurinn verður kynntur á félagsfundi þar sem jafnframt verður útskýrt hvernig staðið verður að atkvæðagreiðslu um samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×