Fleiri fréttir

Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan

Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan.

Ráðherrakapallinn hefur verið lagður

Þingflokkar koma nú að málefnavinnu flokkana í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ný ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Að mörgu er að hyggja við val á ráðherrum í nýrri ríkistjórn.

Jón Trausti laus allra mála í Æsustaðamáli

Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurstöðu héraðssaksóknara um niðurfellingu mála gegn öðrum en Sveini Gesti Tryggvasyni í Æsustaða­málinu. Vitni ber að Jón Trausti hafi ekki tekið þátt í atlögunni.

Löggjafarsamkundu ruglað við leikskóla

Leikskólinn Aðalþing hefur þrisvar lent í því að kjúklingapöntunin berst ekki í tæka tíð. Þær skýringar gefnar að sendingin fari á Alþingi í staðinn. Leikskólastjórinn segir fleiri dæmi um misskilning.

Ekkert lát á kókaínflóði

Tollgæslan á Kefla­víkurflugvelli hefur lagt hald á hátt í 31 kíló af fíkniefnum sem reynt hefur verið að smygla til landsins það sem af er ári.

Fimmti hver deyr í bið inni á Landspítalanum

Fimmtungur þeirra sem bíða á LSH eftir dvalarrými á öldrunarheimilum deyja áður en þeir komast inn á viðeigandi stofnun. Eitt hundrað hjúkrunarrými myndu leysa næstum allan vanda spítalans að mati yfirlæknis bráðadeildar.

Loka vegum vegna veðurs

Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið.

Sjá næstu 50 fréttir