Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjöldi kvenna í íslenskum stjórnmálum stígur nú í fyrsta sinn fram og greinir frá kynferðislegu áreiti og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á sínum pólitíska ferli. Greint verður nánar frá þessu í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um handtökur sem lögreglan framkvæmdi í dag en par, karlmaður og kona, er í haldi vegna gruns um að hafa haldið úti umfangsmikilli vændisstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu.

Í fréttatímanum förum við líka yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum, fáum nýjustu fréttir af jarðhræringum í Öræfajökli og hittum nemendur í Vogaskóla sem ræddu í dag hugmyndir til að bæta skólaandann. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×