Innlent

Ferðamenn komust í hann krappan við flugvélaflakið á Sólheimasandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Aftakaveður og lélegt skyggni er á svæðinu.
Aftakaveður og lélegt skyggni er á svæðinu. Orri Örvarsson/Landsbjörg
Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða ferðamenn sem voru sagðir í vanda í aftakaveðri nærri flugvélaflaki á Sólheimasandi í kvöld. Ferðamennirnir höfðu verið í vandræðum með að komas upp á veg en tókst það upp á eigin spýtur á endanum.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli auk annarra viðbragðsaðila hafi verið kallaðar út á sjöunda tímanum. Aftakaveður hafi verið á Sólheimasandi og skyggni afar lélegt.

Grunur var um að annar hópur hefði leitað sér skjóls í flakinu og leitaði björgunarsveitarfólk af sér þann grun. Á endanum var ljóst að fólk hafði skilað sér í alla bíla sem voru á bílastæðinu, þá höfðu einhverjar umferðartafir myndast á þjóðveginum vegna skyggnis og aðstoðuðu viðbragðsaðilar bílstjóra þeirra bíla við að komast burt.

Þurfti björgunarsveitarfólk meðal annars að aðstoða við að ferja tvo bíla af svæðinu og draga bíl sem lent hafði útaf veginu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×