Fleiri fréttir

Sagðir hafa grýtt stúlku til dauða

Réttarhöld hófust í gær yfir átta mönnum, ákærðum fyrir að hafa nauðgað og myrt átta ára gamla stúlku í Jammu- og Kasmír-héraði Indlands.

Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi

„Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess.

Hvetja til þess að skimanir verði á forræði stjórnvalda

Ráðherra bíður tillagna fagráðs um framtíð skimana fyrir krabbameini áður en hún tekur afstöðu til þess hvort eðlilegt sé að slík leit sé á forræði frjálsra félagasamtaka. Yfirlæknir á krabbameinslækningadeild segir að skimun

Fá að rannsaka Douma

Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið.

Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum

Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson.

Guðrún Þ. Stephensen látin

Guðrún Þ. Stephensen, leikkona, er látin 87 ára að aldri. Eftirlifandi eiginmaður Guðrúnar er Hafsteinn Austmann myndlistarmaður. Dætur þeirra eru Dóra og Kristín Hafsteinsdætur.

Rótgrónir Álftnesingar vilja brúa Skerjafjörð

Rótgrónir Álftnesingar eru jákvæðir fyrir því að fá brú yfir Skerjafjörð. Tenging yfir fjörðinn styttir aksturstímann úr miðborg Reykjavíkur yfir á Álftanes úr 20 mínútum í 5 mínútur.

Losun 28% meiri en árið 1990

Í skýrslunni kemur fram að losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum hefur aukist um rúmlega 28% frá árinu 1990. Losunin minnkaði þó um 2% milli áranna 2015 og 2016.

Landlæknir vill gögn um frestanir aðgerða

Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi.

Ísland leiðandi í baráttu gegn lifrarbólgu C

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett sér markmið um að fækka þeim sem smitast af lifrarbólgu C um 80% fyrir árið 2030. Líklegt þykir miðað við gengi átaksins hérlendis að Ísland geti fyrst landa náð markmiðinu, alls tíu árum á undan áætlun.

Hundurinn Rjómi elskar rjóma

Enginn hundur á Íslandi er eins og hundurinn Rjómi á Selfossi sem er mjög sérstakur í útliti. Það tók eigendur Rjóma nokkur ár að fá leyfi til að flytja hann inn til landsins frá Noregi.

Félagsmálaráðherra kallar leigusala á sinn fund

Félagsmálaráðherra hefur kallað eigendur þjónustuíbúða við Boðaþing í Kópavogi á sinn fund vegna ákvörðunar þeirra um að segja upp leigusamningum við íbúa í húsinu. Ráðherra segist finna fyrir aukinni hörku á leigumarkaði og segir nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tillögur Sjálfstæðisflokksins um flata niðurfellingu fasteignaskatta fyrir eldri borgara í Reykjavík samræmast ekki lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Hagfræðingur segir að breytingin myndi helst gagnast eignamiklum einstaklingum með háar ráðstöfunartekjur.

Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall

Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. Hann lést síðar á sjúkrahúsi.

Fangar gengu berserksgang í Suður-Karólínu og myrtu sjö

Sjö eru látnir og sautján sárir eftir að fangar gengu berserksgang í fangelsi í Suður Karólínu í Bandaríkjunum í nótt. Sjónarvottar segja að bæði lík og særðir hafi legið í stöflum á göngunum eftir að fangaverðir stöðvuðu átökin í morgun.

Aðeins fimmtungur Færeyinga trúir þróunarkenningu Darwins

Aðeins fimmtungur Færeyinga telur að þróunarkenning Darwins eigi við rök að styðjast og rúmlega helmingur aðspurðra trúir sköpunarsögu Biblíunnar bókstaflega. Þetta eru niðurstöður fjólþjóðlegrar skoðanakönnunar á vegum greiningarfyrirtækisins Ipsos. Hvergi annarsstaðar í Evrópu er svo lítill stuðningur við þróunarkenninguna.

Eiturgas da Vincis og Churchills - blóðug saga efnavopnahernaðar

Loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hafa vakið sterk viðbrögð um allan heim en yfirlýstur tilgangur þeirra var að bregðast við efnavopnaárás stjórnarhersins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að efnavopnum hafi verið beitt minnst 85 sinnum síðan borgarastríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Í flestum tilvikum voru árásirnar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna en þær hafa einnig beinst gegn stjórnarhermönnum.

Rannsakendur fá ekki aðgang að Douma

Minnst 40 og allt að 75 manns eru sagðir hafa fallið í efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Douma þann 7. apríl og um 500 manns leituðu sér aðhlynningar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.

Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi

Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands.

Sjá næstu 50 fréttir