Erlent

Fangar gengu berserksgang í Suður-Karólínu og myrtu sjö

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Mikil þrengsli eru í mörgum bandarískum fangelsum
Mikil þrengsli eru í mörgum bandarískum fangelsum

Sjö eru látnir og sautján sárir eftir að fangar gengu berserksgang í fangelsi í Suður Karólínu í Bandaríkjunum í nótt.

Sjónarvottar segja að bæði lík og særðir hafi legið í stöflum á göngunum eftir að fangaverðir stöðvuðu átökin í morgun. Blóðug átök stóðu í alla nótt eftir að fangarnir náðu að brjóta upp hurðir og ná stjórn á fangelsinu með því að beita heimagerðum vopnum.

Liðsmenn glæpagengja léku lausum hala í byggingunni, gengu vopnaðir um og refsuðu grunuðum uppljóstrurum. Fangi, sem ræddi við fréttastofu AP, segir að fórnarlömbin hafi legið í blóðu sínu klukkutímum saman án þess að fá nokkra aðstoð frá fangavörðum.

Enga fangaverði sakaði í átökunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.