Erlent

Fangar gengu berserksgang í Suður-Karólínu og myrtu sjö

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Mikil þrengsli eru í mörgum bandarískum fangelsum
Mikil þrengsli eru í mörgum bandarískum fangelsum
Sjö eru látnir og sautján sárir eftir að fangar gengu berserksgang í fangelsi í Suður Karólínu í Bandaríkjunum í nótt.

Sjónarvottar segja að bæði lík og særðir hafi legið í stöflum á göngunum eftir að fangaverðir stöðvuðu átökin í morgun. Blóðug átök stóðu í alla nótt eftir að fangarnir náðu að brjóta upp hurðir og ná stjórn á fangelsinu með því að beita heimagerðum vopnum.

Liðsmenn glæpagengja léku lausum hala í byggingunni, gengu vopnaðir um og refsuðu grunuðum uppljóstrurum. Fangi, sem ræddi við fréttastofu AP, segir að fórnarlömbin hafi legið í blóðu sínu klukkutímum saman án þess að fá nokkra aðstoð frá fangavörðum.

Enga fangaverði sakaði í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×