Erlent

Aðeins fimmtungur Færeyinga trúir þróunarkenningu Darwins

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Erik Christensen - Wikipedia

Aðeins fimmtungur Færeyinga telur að þróunarkenning Darwins eigi við rök að styðjast og rúmlega helmingur aðspurðra trúir sköpunarsögu Biblíunnar bókstaflega. Þetta eru niðurstöður fjólþjóðlegrar skoðanakönnunar á vegum greiningarfyrirtækisins Ipsos. Hvergi annarsstaðar í Evrópu er svo lítill stuðningur við þróunarkenninguna. Í könnun sem breska tímaritið The Economist birti árið 2009 reyndust Íslendingar vera sú þjóð sem mesta trú hefur á þróunarkenningu Darwins, tæp 80% aðspurðra sögðust aðhyllast henni eða fjórum sinnum fleiri en í Færeyjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.