Innlent

Suðurlandsskjálftinn 2008 olli tjóni upp á 16 milljarða

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Í minnisblaðinu er meðal annars lagt til að nafni Viðlagatryggingar Ísland verði breytt í Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Í minnisblaðinu er meðal annars lagt til að nafni Viðlagatryggingar Ísland verði breytt í Náttúruhamfaratryggingar Íslands. VISIR/Stefán

Í minnisblaði frá Viðlagatryggingu Íslands eru lagðar til breytingar á lögum um starfsemi stofnunarinnar. Þessar tillögur koma í kjölfar endurskoðunar á starfsemi stofnunarinnar vegna Suðurlandsskjálfta 2008. Skjálftinn átti upptök við Ingólfsfjall í Ölfusi um 5 kílómetra norðvestan við Selfoss og er stærsti vátryggingaratburður í sögu Viðlagatryggingar Íslands.

Viðlagatrygging er lögbundin náttúruhamfaratrygging. Viðlagatrygging er 0,25% af upphæð brunatryggingar.
Í minnisblaðinu er meðal annars lagt til að nafni Viðlagatryggingar Ísland verði breytt í Náttúruhamfaratryggingar Íslands.

Frumvarpið gengur út á að hækka hlutfall endurgreiðslu hjá þeim sem verða fyrir gífurlegu tjóni, eða altjóni, og hækka á sama tíma þak fyrir minniháttar tjón.

Með því að hækka lægri mörk þeirra sem rétt eiga á bótum er fækkað þeim stöðum sem koma þarf við á og tjónmeta. Í minnisblaðinu segir að þegar um minniháttar tjón sé að ræða geti kostnaður við tjónamat jafnvel orðið hærri en sú upphæð sem síðar er greidd út. Heildarkostnaður við tjónamat að núvirði vegna skjálftans árið 2008 er 1,7 milljarðar. Sá kostnaður væri í dag 150-200 milljónum lægri miðað við frumvarpið. Eftir jarðskjálftann 2008 voru 70% tjóna undir tveimur milljónum króna.

Heildartjón vegna skjálftans árið 2008 er að núvirði rúmlega 16 milljarðar og tjónsstaðir rúmlega fjögur þúsund.


Tengdar fréttir

Milljarðatjón hefur lítil áhrif

Nýtt áhættumat um jarðskjálftahættu á Íslandi er komið út. Þar segir að líkurnar séu um 1 á móti 400 að á hverju ári gæti orðið tjón upp á yfir 45 milljarða króna. Viðlagatrygging Íslands sögð standa traustum fótum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.