Innlent

Aflífuðu 58 vannærðar kindur á Austurlandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Féð var illa á sig komið vegna vannæringar og ekki hugað líf. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Féð var illa á sig komið vegna vannæringar og ekki hugað líf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/vilhelm
Matvælastofnun hefur svipt sauðfjárbónda á Austurlandi hluta fjár hans en alls 58 kindur voru aflífaðar í aðgerðum stofnunarinnar síðastliðinn föstudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Í tilkynningu kemur fram að féð hafi verið illa á sig komið vegna vannæringar og ekki hugað líf. Þá hefur Matvælastofnun þurft að hafa ítrekuð afskipti af búskap bóndans sökum margvíslegrar vanhirðu og hefur stofnunin haft náið eftirlit með býlinu í vetur.

Stofnunin kannaði ástand búsins í mars en þá höfðu kröfur hennar ekki verið virtar og ástand versnað. Þriðjungur fjársins reyndist þá vannærður, mældist af holdastigi 1,5 en 2-4 telst viðunandi eða gott, vegna vanfóðrunar og lélegra heygæða. Ljóst var að margar kindur höfðu orðið fyrir varanlegum skaða og að þeim yrði ekki bjargað.

Áfram verður unnið að úrbótum fyrir féð sem eftir lifir á bænum og eru frekari aðgerðir fyrirhugaðar síðar í mánuðinum með það að markmiði að tryggja velferð fjárins eins og kostur er. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×