Erlent

Theresa May svarar fyrir ákvörðun sína í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Theresa May telur að Evrópu stafi hætta af Pútín forseta og að sú hætta muni vara næstu árin.
Theresa May telur að Evrópu stafi hætta af Pútín forseta og að sú hætta muni vara næstu árin. vísir/getty

Búist er við hvössum orðaskiptum á breska þinginu í dag þegar Theresa May forsætisráðherra Breta svarar fyrir þá ákvörðun sína að taka þátt í loftárásum á Sýrland. May mun, samkvæmt The Guardian, segja að árásunum hafi verið ætlað að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar og að þær hafi verið gerðar með hag Breeta að leiðarljósi.

May segir að það sé Bretum í hag að stemma stigu við notkun á efnavopnum og koma í veg fyrir að slík vopn verði notuð aftur. May mun svara spurningum þingmanna síðdegis í dag, en hún neitaði að kalla þingið saman til að fá samþykki þingmanna áður en árásirnar voru gerðar.


Tengdar fréttir

Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás

Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.