Innlent

Skólarúta og vörubíll rákust saman við Kórinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang en sá síðari var afboðaður þegar fyrri bíllinn mætti á staðinn.
Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang en sá síðari var afboðaður þegar fyrri bíllinn mætti á staðinn. Vísir/Pjetur
Skólarúta og vörubíll lentu í árekstri við íþróttaheimilið Kórinn í Kópavogi á þriðja tímanum í dag. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hlutu tvö börn smávægileg meiðsli við áreksturinn.

Börnin, sem voru á þriðja tug, voru á leið á fótboltaæfingu í Kórnum með rútunni þegar áreksturinn varð.

Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang en sá síðari var afboðaður þegar fyrri bíllinn mætti á staðinn. Enginn viðbúnaður slökkviliðs var enn á vettvangi nú á fjórða tímanum, að sögn varðstjóra.

Þá greip um sig nokkuð óðagot í barnahópnum þegar áreksturinn varð. Mbl hefur eftir föður stúlku, sem var á leið á fótboltaæfingu með rútunni, að börnin hefðu mörg verið í áfalli eftir slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×