Innlent

Skólarúta og vörubíll rákust saman við Kórinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang en sá síðari var afboðaður þegar fyrri bíllinn mætti á staðinn.
Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang en sá síðari var afboðaður þegar fyrri bíllinn mætti á staðinn. Vísir/Pjetur

Skólarúta og vörubíll lentu í árekstri við íþróttaheimilið Kórinn í Kópavogi á þriðja tímanum í dag. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hlutu tvö börn smávægileg meiðsli við áreksturinn.

Börnin, sem voru á þriðja tug, voru á leið á fótboltaæfingu í Kórnum með rútunni þegar áreksturinn varð.

Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang en sá síðari var afboðaður þegar fyrri bíllinn mætti á staðinn. Enginn viðbúnaður slökkviliðs var enn á vettvangi nú á fjórða tímanum, að sögn varðstjóra.

Þá greip um sig nokkuð óðagot í barnahópnum þegar áreksturinn varð. Mbl hefur eftir föður stúlku, sem var á leið á fótboltaæfingu með rútunni, að börnin hefðu mörg verið í áfalli eftir slysið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.