Kosningar 2009

Fréttamynd

Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni

Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni.

Innlent
Fréttamynd

Tæplega helmingur vill Guðlaug Þór af lista

Rösklega 49% vilja að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður víki af lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst gerði.

Innlent
Fréttamynd

Telur að stjórnmálamenn eigi ekki að koma að stýrivaxtaákvörðunum

„Mér líst ekkert á þessa hugmynd. Þessi hugmynd gengur þvert á þá hugmyndafræði sem menn hafa lært um peningamálastjórn í gegnum tíðina að vextir eiga að byggja á miklum rannsóknum," segir Tryggvi Þór Herbertsson um þá hugmynd að stjórnmálamenn blandi sér í ákvarðanir um stýrivexti Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Púlsinn tekinn á Evrópumálum að loknum kvöldfréttum

Fréttastofan mun taka púlsinn á stefnu stjórnmálaflokkanna í Evrópumálum og krefja þá um rök þeirra fyrir þeirra stefnu í ítarlegu spjalli Heimis Más Péturssonar og Sólveigar Bergmann við frambjóðendur allra flokka strax að loknum kvöldfréttum á Stöð 2.

Innlent
Fréttamynd

Mátti ekki kalla Agnesi „gagghænu“

Ástþór Magnússon talsmaður lýðræðishreyfingarinnar segist ekki hafa mátt kalla Agnesi Bragadóttur blaðamann Morgunblaðsins „gagghænu“ í aðsendri grein sem birtist í blaðinu á morgun. Ritstjóri Morgunblaðsins bað hann um að taka orðið út sem hann féllst á. Þetta kom fram í viðtali sem Ástþór var í mbl.is hjá þeim Agnesi og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Agnes sagði Ástþór vera dóna.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Suðurkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests stuðnings í Suðurkjördæmi þrátt fyrir að tapa miklu fylgi miðað við þingkosningarnar 2007. Samfylkingin kemur rétt á eftir Sjálfstæðisflokknum og munar hálfu prósentustigi á stuðningi almennings við flokkanna. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Ríkisútvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni

„Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

VG stærsti stjórnmálaflokkur landsins

Vinstri hreyfingin - grænt framboð mælist með mest fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Háskólans á Bifröst.Samkvæmt niðurstöðum könnunar Háskólans á Bifröst á fylgi flokkanna, sem birtar voru í morgun, mælist Vinstri hreyfingin grænt framboð með rúmlega 31% fylgi - hjá þeim sem afstöðu tóku.

Innlent
Fréttamynd

Slettu skyri á kosningaskrifstofu

Fjórir grímuklæddir piltar réðust inn á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði á tólfta tímanum í dag og slettu mjólkurafurðum yfir auglýsingaefni og húsbúnað.

Innlent
Fréttamynd

Pólitískar auglýsingar óháðra hópa áberandi

Mögulegt er að endurskoða þurfi lög um fjármál stjórnmálaflokkanna verði pólitískar auglýsingar sem kostaðar eru af hópum ótengdum stjórnmálaflokkunum áberandi segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun HÍ.

Innlent
Fréttamynd

Vilja taka upp evru í samstarfi við AGS

Sjálfstæðisflokkurinn vill að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upptöku evru hér á landi. Þingmaður flokksins segir viðbúið að skoðanir sambandsins á einhliða upptöku Evru hafi breyst í kjölfar efnhagskreppunnar.

Innlent
Fréttamynd

RÚV þaggar ekki niður í nýjum framboðum

Ingólfur Bjarni Sigfússon, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir yfirlýsingu Borgarahreyfingarinnar þar sem mótmælt er harðlega að hætt hafi verið við gjaldfrjálsar sjónvarpskynningar sé ekki einungis misvísandi heldur beinlínis röng. Tölvusamsamskipti hans og framkvæmdastjóra Borgarahreyfingarinnar beri það glögglega með sér.

Innlent
Fréttamynd

Þaggað niður í nýjum framboðum

Borgarahreyfingin mótmælir harðlega að hætt hafi verið við gjaldfrjálsar sjónvarpskynningar í Ríkissjónvarpinu. Af því tilefni hefur hreyfingin sent Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, og Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, bréf þar sem ákvörðunin er fordæmd. Borgarahreyfingin segir að flokkakerfið þaggi niður í nýjum framboðum.

Innlent
Fréttamynd

Tillaga um frestun þinghalds samþykkt

Alþingi samþykkti í dag tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra sem felur í sér að fundum þingsins verði frestað frá 16. apríl eða síðar ef nauðsyn krefur. Fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs í málinu en tillagan var að lokum samþykkt með 32 atkvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Ömurleg niðurstaða

Engar breytingar verða gerðar á stjórnarskránni á yfirstandandi Alþingi en frumvarp þessa efnis verður dregið til baka í dag. Ömurleg niðurstaða segir forsætisráðherra sem segir Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið lýðræðinu langt nef í stjórnarskrármálinu.

Innlent
Fréttamynd

Rafræn kjörskrá í Reykjavík á netinu

Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum vegna alþingiskosninga 2009. Í kjörskránni er hægt að slá inn kennitölu eða nafn og heimilisfang kjósanda og fá þannig upplýsingar um hvoru kjördæmi kjósandi tilheyrir, á hvaða kjörstað hann á að kjósa og í hvaða kjördeild.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar af dagskrá

Samkomulag náðist í gærkvöldi á Alþingi um að taka frumvarp um breytingar á stjórnarskránni af dagskrá þingsins og því verða engar breytingar gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins að sinni. Samkomulag náðist í gærkvöldi um að taka málið út af dagskrá Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Hægrahrunið hófst í júní á síðasta ári

Vinstriflokkarnir hafa aldrei mælst með meira fylgi en nú. Í könnunum Fréttablaðsins frá því í október hefur samanlagt fylgi vinstriflokkanna ekki farið undir fimmtíu prósent en að jafnaði verið nær sextíu prósentum. Í síðustu tveimur könnunum blaðsins, sem gerðar voru í apríl, mældist samanlagt fylgi vinstriflokkanna svo yfir sextíu prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Sakaður um dylgjur og róg

Ummæli Ögmundar Jónas­sonar heilbrigðisráðherra um að læknar kynnu að misnota ávísanakerfi í heilbrigðisþjónustu vöktu hörð viðbrögð þriggja þingmanna á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur missir einn og VG bætir við sig

Samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Rúv og Morgunblaðið í Norðausturkjördæmi missir Sjálfstæðisflokkur einn þingmann og Vinstri grænir bæta við sig einum þingmanni. Vinstri grænir mælast með mest fylgi eða 28% en Framsóknarflokkurinn mælist með 25,6% fylgi í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja 25 manna nefnd til að fjalla um heildarendurskoðun stjórnarskrár

Sjálfstæðismenn vilja að Alþingi kjósi hlutfallskosningu 25 manna nefnd til að undirbúa tillögur að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Gert er ráð fyrir að tillögur þeirrar nefndar liggi fyrir innan tveggja ára. Sjálfstæðismenn kynntu hugmynd að þingsályktunartillögu þessa efnis á fundi

Innlent
Fréttamynd

Segir strandveiðarnar vera ódýrt kosningaloforð

Grétar Mar þingmaður Frjálslynda flokksins segir að strandveiðar Steingríms J. Sigfússonar séu ekkert annað en ódýrt kosningaloforð. „Hann gæti eins lofað öllum kíló af gulli eftir kosningarnar,“ segir Grétar Mar.

Innlent
Fréttamynd

LÍÚ telur strandveiðarnar ekki mikið gæfuspor

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að hann telji strandveiðarnar sem Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra boðaði í dag ekki vera mikið gæfuspor. Þarna sé verið að taka afla frá útgerðum/sjómönnum sem stunda atvinnuveiðar og flytja yfir í einhvern annan flokk.

Innlent
Fréttamynd

Engin sátt í stjórnarskrárnefnd

Engin sátt náðist milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar á fundi í stjórnarskrárnefnd alþingis sem var að ljúka. Þinglok eru því enn í uppnámi og óljóst hvenær þinginu lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Frjálsar strandveiðar í boði Steingríms J. Sigfússonar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, áformar að koma á nýjum flokki veiða, “strandveiðar”, þar sem heimilaðar verða frjálsar handfæraveiðar við ströndina. Ráðstafað verði 8.127 tonnum af óslægðum botnfiski til strandveiða á yfirstandandi fiskveiðiári. Nýja kerfið komi í stað byggðakvótans, en fyrirkomulag byggðakvóta er umdeilt og hefur valdið margvíslegum þrætumálum. Í tilkynningu um málið segir að strandveiðarnar munu þó í meginatriðum takmarkast annars vegar af þeim heildarafla sem ráðstafað er sérstaklega í þessu skyni og hins vegar af stærð báta. Gert er ráð fyrir að strandveiðum verði í fyrstu komið á til reynslu. Síðan verður metið hvernig til hafi tekist og framhald ákveðið. Markmiðið er nýting sjávarauðlindarinnar á nýjum grunni þar sem mönnum verði gert mögulegt að stunda frjálsar veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Núverandi stjórn fiskveiða er gagnrýnd fyrir að erfitt sé fyrir nýja aðila að hefja veiðar í atvinnuskyni. Með strandveiðunum er opnað á takmarkaðar veiðar þeirra sem ekki þurfa að vera handhafar veiðiheimilda. Þannig er til að mynda ungu og áhugasömu fólki auðveldað að afla sér reynslu og þekkingar um leið og sveigjaleiki er aukinn. Til strandveiða verði ráðstafað þeim heimildum sem nú mynda byggðakvóta, þ.e.a.s. 6.127 tonn af óslægðum botnfiski auk 2.000 tonna viðbótar sem ráðherra ákveður. Þetta magn myndi stofn strandveiðanna, en fyrirmyndin er sótt í verklag við línuívilnun, sem nokkur reynsla er komin á og þykir hafa gengið vel. Öllum verður frjálst að stunda þessar veiðar sem uppfylla þau almennu skilyrði sem sett verða. Alls eru, í dag, skráðir um 720 haffærir bátar undir 15 brúttótonnum. Um 650 þessara báta hafa stundað fiskveiðar í atvinnuskyni á síðastliðnum árum. Varanlegar aflaheimildir eru bundnar við 350 þeirra en til viðbótar eru um 140 bátar með varanlegar aflaheimildir en eru ekki með gilt haffæri sem oftast er þá innlagt. Til viðbótar er einhver fjöldi báta sem varanlegar aflaheimildir eru ekki bundnar við og ekki hafa gilt haffæri.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðhættulegir betra orð en fífl

Ég fékk spurningu um það afhverju lönd innan Evrópusambandsins væru í vandræðum og þá var bent á Lettland og Írland í því samhengi. Ég svaraði því bara þannig að ESB tekur ekki af okkur valdið til þess að kjósa fífl yfir okkur," sagði þingmaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, sem uppskar gagnrýni á framboðsfundi flokkanna í Suðvesturkjördæmi í gær fyrir ummæli sín.

Innlent
Fréttamynd

Árni Páll kallaði andstæðinga sína fífl

Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og oddviti listans, Árni Páll Árnason, kallaði pólitíska andstæðinga sína fífl á fjölmennum og vel heppnuðum framboðsfundi sem haldinn var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær.

Innlent