Innlent

Engin sátt í stjórnarskrárnefnd

Engin sátt náðist milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar á fundi í stjórnarskrárnefnd alþingis sem var að ljúka. Þinglok eru því enn í uppnámi og óljóst hvenær þinginu lýkur.

Á fundinum voru ýmis sáttatilboð lögð fram á báða bóga. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki fellt sig við auðlindaákvæðið en bauð á fundinum að það yrði umorðað þannig að í stað orðsins þjóðareignar yrði orðið ríkiseign notað. Og jafnframt að ríkisvaldinu væri heimilt að leigja eða úthluta kvóta áfram. Þetta gátu fulltrúar stjórnarflokkana ekki fallist á.

Þá vilja Sjálfstæðismenn að meirihluta upp á tvo-þriðju þurfi fyrir stjórnarskrárbreytingum á alþingi en stjórnarliðar vilja að einfaldur meirihluti ráði. Því náðist ekki sátt um þetta atriði heldur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×