Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Suðurkjördæmi

Ragnheiður Elín Árnadóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Ragnheiður Elín Árnadóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests stuðnings í Suðurkjördæmi þrátt fyrir að tapa miklu fylgi miðað við þingkosningarnar 2007. Samfylkingin kemur rétt á eftir Sjálfstæðisflokknum og munar hálfu prósentustigi á stuðningi almennings við flokkanna. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Ríkisútvarpið.

Sjálfstæðisflokkurinn fær stuðning 27,7% aðspurðra og Samfylkingin 27,2%. Sjálfstæðisflokkurinn tapar rúmum 8% frá kosningunum 2007 og einum kjördæmakjörnum þingmanni. Samfylkingin bætir lítillega við sig en þingmönnum flokksins í kjördæminu fjölgar um einn samkvæmt könnunni.

Vinstri græn bæta langmestu við fylgi sitt, flokkurinn fékk rúm 10% í kosningunum fyrir tveimur árum en fær nú stuðning 23,7%. Flokkurinn fengi tvo menn kjörna í stað eins.

Framsóknarflokkurinn tapar 4,4% fylgi og mælist með nú 14,3%. Samkvæmt því tapar flokkurinn öðrum tveggja þingmanna sinna í kjördæminu miðað við síðustu þingkosningar.

Önnur framboð kæmu ekki manni að samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins. Frjálslyndi flokkurinn fær 3,7%, Borgarahreyfingin 2,5% og Lýðræðishreyfingin 0,9%.


Tengdar fréttir

VG stærsti stjórnmálaflokkur landsins

Vinstri hreyfingin - grænt framboð mælist með mest fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Háskólans á Bifröst.Samkvæmt niðurstöðum könnunar Háskólans á Bifröst á fylgi flokkanna, sem birtar voru í morgun, mælist Vinstri hreyfingin grænt framboð með rúmlega 31% fylgi - hjá þeim sem afstöðu tóku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×