Innlent

Telur að stjórnmálamenn eigi ekki að koma að stýrivaxtaákvörðunum

Tryggvi er ósammála hugmyndum Sigmundar um aðkomu að ákvörðunum um stýrivexti.
Tryggvi er ósammála hugmyndum Sigmundar um aðkomu að ákvörðunum um stýrivexti.
„Mér líst ekkert á þessa hugmynd. Þessi hugmynd gengur þvert á þá hugmyndafræði sem menn hafa lært um peningamálastjórn í gegnum tíðina að vextir eiga að byggja á miklum rannsóknum," segir Tryggvi Þór Herbertsson um þá hugmynd að stjórnmálamenn blandi sér í ákvarðanir um stýrivexti Seðlabankans.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við mbl.is í dag að það væri fullt tilefni til þess að stjórnmálamenn grípi fram fyrir hendurnar á Seðlabankanum og fari fram á vaxtalækkun. Þessu er Tryggvi Þór ósammála. Hann segir að þessar ákvarðanir megi ekki ráðast af stundarhagsmunum stjórnmálanna. Þess vegna hafi það gerst að seðlabankar hafi verið að fá stöðugt meira sjálfstæði í gegnum tíðina.

Tryggvi Þór segist í meginatriðum telja að ramminn í kringum stýrivaxaákvörðunarferlið sé í lagi. Það megi þó bæta hann enn frekar og endurskoða hann með hjálp færustu sérfræðinga. Hann leggur þó áherslu á að í meginatriðum sé fyrirkomulagið í góðu lagi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×