Innlent

Segir strandveiðarnar vera ódýrt kosningaloforð

Grétar Mar þingmaður Frjálslynda flokksins segir að strandveiðar Steingríms J. Sigfússonar séu ekkert annað en ódýrt kosningaloforð. „Hann gæti eins lofað öllum kíló af gulli eftir kosningarnar," segir Grétar Mar.

Fram kemur í máli Grétar að hann telji þessar hugmyndir Steingríms vera algjöra sýndarmennsku enda eigi eftir að leggja fram frumvarp um málið á alþingi. „Hann hefur ekkert í hendi til þess að gera þetta," segir Grétar. „Þetta er bara viljayfirlýsing hjá honum og eiginlega bara ómerkilegt, svona sýndarmennsku gjörningur."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×