Innlent

Sjálfstæðisflokkur missir einn og VG bætir við sig

Kristján Þór Júlíusson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og Steingrímur J. Sigfússon efsti maður VG.
Kristján Þór Júlíusson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og Steingrímur J. Sigfússon efsti maður VG.

Samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Rúv og Morgunblaðið í Norðausturkjördæmi missir Sjálfstæðisflokkur einn þingmann og Vinstri grænir bæta við sig einum þingmanni. Vinstri grænir mælast með mest fylgi eða 28% en Framsóknarflokkurinn mælist með 25,6% fylgi í kjördæminu.

Samfylkingin er þriðji stærsti flokkurinn með 21,3% og Sjálfstæðisflokkur með 20%. Borgararhreyfingin mælist með 2,8% fylgi, Frjálslyndi flokkurinn 1,7% og Lýðræðishreyfingin 0,5%.

Miðað við þessar niðurstöður fengi VG þrjá þingmenn í kjördæminu og myndi bæta við sig einum frá því í kosningunum 2007. Framsókn fengi tvo sem er það sama og í kosningunum 2007 en Sjálfstæðisflokkur tapar einum þingmanni og fengi tvo inn á þing.

Samfylkingin heldur sínu frá því í kosningunum 2007 og fengi tvo þingmenn.

Önnur framboð næðu ekki inn manni samkvæmt skoðanakönnuninni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×