Innlent

Atlantsolía styrkti Samfylkinguna um tvær milljónir

Valur Grettisson skrifar
Fulltrúaráð Samfylkingarinnar fékk tvær milljónir árið 2006.
Fulltrúaráð Samfylkingarinnar fékk tvær milljónir árið 2006.

Atlantsolia styrkti Samfylkinguna um tvær milljónir árið 2006. Styrkir komu til flokksins í tvennu lagi. Þetta staðfestir framkvæmdarstjóri fyrirtæksins.

Það var ekki landsflokkurinn sem þáði styrkinn heldur var það fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Framkvæmdarstjóri flokksins er enn að safna saman öllum styrkjum aðildarfélaga Samfylkingarinnar.

Ekki er ljóst hvenær þær upplýsingar muni liggja fyrir. Ástæðan er að sögn framkvæmdarstjóra sú að það taki tíma að fá upplýsingarnar frá þeim fjölmörgu félögum og kjördæmisráðum flokksins.

Flokkurinn birti hinsvegar fyrir tveimur vikum yfirlit yfir alla styrki sem flokkurinn á landsvísu fékk árið 2006. Ástæðan var risastyrkir sem Sjálfstæðisflokkurinn þáðu. Í kjölfarið opnuðu allir flokkar bókhald sitt að hluta yfir árið 2006.

Þess má geta að Atlantsolía var ekki á þeim lista. Ástæðan var sú að Atlantsolía styrkti ekki flokkinn á landsvísu samkvæmt framkvæmdastjóra fyrirtækisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×