Innlent

Ömurleg niðurstaða

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Engar breytingar verða gerðar á stjórnarskránni á yfirstandandi Alþingi en frumvarp þessa efnis verður dregið til baka í dag. Ömurleg niðurstaða segir forsætisráðherra sem segir Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið lýðræðinu langt nef í stjórnarskrármálinu.

Engin sátt náðist um afgreiðslu frumvarps forsætisráðhera um breytingar á stjórnarskránni á Alþingi í gær. Sjálfstæðismenn gerður verulega athugasemdir við frumvarpið og hótuðu málþófi yrði frumvarpinu ekki breytt.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki komið til greina að fallast á tillögur sjálfstæðismanna.

„Það er ekki hægt að segja annað um þessa niðurstöðu en að sjálfstæðismenn eru að gefa lýðræðinu langt nef og alveg ótrúlegt að þeir skuli ljúka sínum 18 ára valdaferli og fara í kosningar með það á bakinu að hafa neitað fólki um þessar lýðræðisumbætur og vilja fara í gamla farið sitja upp gamaldags stjórnarskránefnd sem á að endurskoða stjórnarskrána í stað þess að færa fólkinu þennan rétt sjálft þar sem það getur kosið persónubundið til stjórnalagaþings," segir Jóhanna.

Sjálfstæðismenn gerðu meðal annars athugasemdir við ákvæði um auðlindir í þjóðareign og hvernig staðið skuli framvegis að stjórnarskrábreytingum. Forsætisráðherra segir þetta vera ömurleg niðurstaða.

„Líka að þeir skuldi neita því að fallast á að auðlindirnar verða í þjóðareign og menn voru líka að gera með breytingartillögum að þeir voru að skammta sjálfum sér neitunarvald um allar breytingar á stjórnarskránni. Þetta er ömurleg niðurstaða," segir Jóhanna.

Alþingi mun væntanlega ljúka störfum í dag. Nú standa yfir umræður um frumvarp forsætisráðherra um frestun þingfundar og hafa fjölmargir þingmenn kvatt sér hljóðs í málinu.

Alþingiskosningar fara fram eftir viku en Alþingi hefur aldrei áður starfað jafn nálægt kosningum og nú.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×