Innlent

Tæplega helmingur vill Guðlaug Þór af lista

Tæpur helmingur svarenda í könnuninni vill að Guðlaugur víki af lista. Mynd/ Anton.
Tæpur helmingur svarenda í könnuninni vill að Guðlaugur víki af lista. Mynd/ Anton.
Rösklega 49% vilja að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður víki af lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en tæp 22% eru á móti því.

Þetta eru niðurstöður könnunar sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst gerði. Af þeim sem afstöðu tóku til spurningarinnar sögðust 33,3% svarenda vera mjög hlynntir því að hann viki af lista, en 16% sögðust vera frekar hlynntir því. Þá sögðust 29,3% vera hvorki hlynntir né andvígir. Þá sögðust 11,2" vera frekar andvígir því að Guðlaugur viki af lista en 10,3% sögðust mjög andvígir því.

Könnun Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Bifröst á fylgi stjórnmálaflokka, var gerð dagana 14.-19. apríl 2009, Tekið var 1100 manna úrtak úr þjóðskrá meðal einstaklinga á aldrinum 18 til 75 ára af landinu öllu og viðtöl tekin í gegnum síma. Alls svöruðu 602 könnuninni.



Sjálfstæðismenn andvígir því að Guðlaugur víki sæti


Þegar afstaða er skoðuð út frá fylgi stjórnmálaflokka sést að kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja síst að Guðlaugur víki af lista. Einungis rúm 27% þeirra sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn vilja að Guðlaugur Þór víki sæti af listanum, en rúm 50% þess hóps eru því mjög andvígir. Um 34% þeirra sem ætla að kjósa Framsóknarflokkinn vilja að hann víki sæti, 53,2% þeirra sem kjósa Samfylkinguna og 63,6% þeirra sem hyggjast kjósa Vinstri hreyfinguna - grænt framboð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×