Kosningar 2009

Fréttamynd

Gefur ekki kost á sér í Suðurkjördæmi

Helga Sigrún Harðardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sækist ekki eftir sæta á framboðslista flokksins í kjördæminu. Helga Sigrún hyggst tilkynna um helgina hvort hún gefi kost sér til Alþingis og þá í hvaða kjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Ingi Björn snýr aftur

Ingi Björn Albertsson, fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til Alþingis á nýjan leik en hann sat í átta ár þingi frá 1987 til 1995. Ingi Björn hyggst taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en framboðsfrestur rennur út í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gefur kost á sér í kraganum

Íris Björg Kristjánsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti á prófkjörslista Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Innlent
Fréttamynd

Sigríður Ingibjörg í framboð fyrir Samfylkingu

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ætlar að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu frá Sigríði segist hún vilja taka þátt í að móta farsælt og sterkt jafnaðar- og lýðræðissamfélag sem einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum, jafnrétti og sanngirni að norrænni fyrirmynd.

Innlent
Fréttamynd

Eyþór með meiri stuðning en Árni Matt

Stuðningsmenn Eyþórs Arnalds létu í vikunni Capacent Gallup framkvæma skoðanakönnun á meðal kjósenda í Suðurkjördæmi. Í könnunni kemur fram mjög eindreginn stuðningur við Eyþór á meðal íbúa kjördæmisins.

Innlent
Fréttamynd

Logi býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar

Logi Már Einarsson, arkitekt, hefur ákveðið að bjóða sig fram þriðja sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Hann hvetur kjósendur til þess að velja konu í annað af tveimur efstu sætunum.

Innlent
Fréttamynd

Benedikt vill forystusæti í Norðausturkjördæmi

Benedikt telur að virkni hins almenna kjósanda í umræðunni síðustu mánuðina beri að túlka sem ákall eftir lýðræðisumbótum og að vaxandi þungi virðist vera í kröfunni um að stjórnmálamenn axli ábyrgð. Samfylkingin sé lýðræðislegur jafnaðarmannaflokkur og eigi ótvírætt að vera í fararbroddi siðbótar íslenskra stjórnmála. Því sé opið prófkjör hjá Samfylkingunni í kjördæminu sjálfsögð tilraun til að bjóða áhugafólki um félagshyggju og samfélagslegt réttlæti að taka þátt í endurnýjun forystusveitar flokksins í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Útilokar ekki þingframboð

„Ég hef ekkert íhugað þetta sérstaklega," svarar bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson hvort hann hyggi á framboð til Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Netprófkjör í Suðvesturkjördæmi

Á kjördæmaþingi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í Hafnarfirði í gærkvöldi var ákveðið að halda netprófkjör um fimm efstu sætin á framboðslista flokksins í kjördæminu dagana 12. til 14. mars. Þingið samþykkti að bjóða fram fléttulista í kosningunum í vor.

Innlent
Fréttamynd

Katrín sækist eftir endurkjöri

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sækist eftir að leiða lista flokksins í öðruhvoru Reykjavíkurkjördæminu og gefur kost á sér í forvali Vinstri-grænna í Reykjavík sem haldið verður 7. mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Margrét býður sig fram í 3.sæti hjá VG

Margrét Pétursdóttir verkakona býður sig fram í 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Margrét er 42 ára Hafnfirðingur og hefur tekið þátt í bæjarmálum í Hafnarfirði frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Hún hefur setið í lýðræðis- og jafnréttisnefnd fyrir VG þar í bæ og setið í kjördæmastjórn Kragans og í flokksráði.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Tyrfingsson í framboð fyrir Samfylkingu

Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann segist hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér og hafi ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn“. Pétur ætlar ekki að eyða einni krónu í rekstur kosningabaráttu en hans stærsta hjartansmál er að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Þór í stefnir á þriðja sætið

Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi í Kópavogi, gefur kost á sér í 3.-4. sæti í forvali VG í Suðvestur kjördæmi. Ólafur hefur verið bæjarfulltrúi VG í Kópavogi frá 2006 en hefur auk þess gengt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, og á nú sæti í aðalstjórn hans.

Innlent
Fréttamynd

Jónína Rós vill efsta sætið hjá Samfylkingu

Jónína Rós Guðmundsdóttir, framhalsskólakennari og formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. - 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Innlent
Fréttamynd

Skúli vill annað sætið í Reykjavík

Skúli Helgason býður sig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Skúli mun sækjast eftir 4. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer 14. mars. Skúli hefur verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar undanfarin þrjú ár en hann hefur sagt starfi sínu lausu og hættir á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Björgvin vill fyrsta sætið í Suðurkjördæmi

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra hefur lýst yfir framboði í Suðurkjördæmi og sækist hann eftir fyrsta sæti listans sem hann skipaði í síðsustu kosningum. Samþykkt hefur verið að halda netprófkjör þar sem tvö efstu sætin eru bundin sitt hvoru kyninu.

Innlent
Fréttamynd

Ásbjörn sækist eftir 1.sæti í Norðvesturkjördæmi

Ásbjörn Óttarsson, hefur ákveðið að sækjast eftir 1 -2 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Ásbjörn er forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar og útgerðarmaður.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn stefnir á 4.sætið

Steinunn Þóra Árnadóttir öryrki og mannfræðinemi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4.sæti í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrri Reykjavíkurkjördæmin sem haldið verður í byrjun næsta mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Tvær og hálf milljón á mann hjá Sjálfstæðisflokknum

Þeim tilmælum hefur verið beint til þáttakenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokknum um allt land að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir króna í baráttuna. Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, formanna kjördæmisráða og formanna kjörnefnda í síðustu viku þar sem fjallað var um takmarkanir á kostnaði frambjóðenda í fyrirhuguðum prófkjörum flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Sara Dögg gefur kost á sér

Sara Dögg Jónsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3ja sæti á lista Samfylkingar í suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 25. apríl 2009. „Köllun eftir nýju fólki til starfa er áskorun sem ég tek fagnandi,“ segir Sara Dögg.

Innlent
Fréttamynd

Árni Þór býður sig fram í annað sætið

Árni Þór Sigurðsson þingmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, sem fram fer þann 7. mars næstkomandi. Árni hefur setið á þingi síðan 2007 en þá skipaði hann annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Árni mun sækjast eftir því að skipa áfram 2. sætið í öðru hvoru Reykjavíkur­kjördæmanna.

Innlent
Fréttamynd

Björn: Þagnarmúr um formannssæti rofinn

Framganga Jóns Baldvins verður líklega til að skapa enn meira los innan forystusveitar Samfylkingarinnar, að mati Björn Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra. Björn segir í pistli á heimasíðu sinni að með yfirlýsingum sínum í gær hafi Jón Baldvin gefið flokksmönnum leyfi til að ræða um formennsku og forystu Ingibjargar Sólrúnar á annan veg en áður.

Innlent
Fréttamynd

Paul sækist eftir 1.-3. sæti hjá VG

Paul Nikolov, varaþingmaður, hefur ákveðið að sækjast eftir fyrsta til þriðja sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar – Græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum sem fer fram þann 7. mars.

Innlent
Fréttamynd

Öldungar hafa gefist vel, segir Jón Baldvin

Jón Baldvin Hannibalsson segir að framundan sé stríð upp á líf og dauða um örlög þjóðarinnar. Hann segist tilbúinn að gefa kost á sér til forystu og vitnar í Bryndísi þegar hann segist vera við hestaheilsu.

Innlent
Fréttamynd

Formennska Jóns styrkti ekki Alþýðuflokkinn

,,Fyrr í vikunni ritaði ég grein í Morgunblaðið og rifjaði upp, að formennska Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum styrkti ekki flokkinn, hann mældist með 5% fylgi, þegar hann skreið í skjól Samfylkingarinnar í kosningbandalagi árið 1999," segir Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Framboðsmál Framsóknarflokksins skýrast

Framsóknarmenn héldu aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim voru teknar ákvarðanir um hvernig staðið verður að vali á framboðslista flokksins vegna þingkosninganna í vor. Póstkosning verður í tveimur kjördæmum og prófkjör í öðru.

Innlent