Innlent

Sara Dögg gefur kost á sér

Sara Dögg Jónsdóttir.
Sara Dögg Jónsdóttir.

Sara Dögg Jónsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3ja sæti á lista Samfylkingar í suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 25. apríl 2009. „Köllun eftir nýju fólki til starfa er áskorun sem ég tek fagnandi," segir Sara Dögg.

Sara Dögg er grunnskólakennari að mennt. Hún er skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði og hefur stýrt honum frá upphafi eða frá haustinu 2006. Þar á undan starfaði Sara Dögg sem kennari fyrst í Reykjavík en síðar í Barnaskólanum í Garðabæ. Á árunum 2000 - 2005 var hún fræðslufulltrúi Samtakanna 78.

Sara Dögg er 35 ára gömul, fædd 26. júlí 1973 og uppalin á Reykhólum í Reykhólasveit. Hún hefur búið í Hafnarfirði frá desember 2005.

Sara Dögg ætlar að beita sér sérstaklega á sviðum menntamála og jafnréttismála í sínum víðasta skilningi. Virk fjölskyldustefna er brýnt verkefni sem Sara Dögg leggur áherslu á að verði komið í framkvæmd. Fjölskyldustefna sem stendur vörð um allar fjölskyldur og velferð þeirra. Uppbygging atvinnulífsins er verkefni sem Sara Dögg vill taka þátt í að móta og sjá nýjar leiðir farnar í að skapa atvinnutækifæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×