Innlent

Ólafur Þór í stefnir á þriðja sætið

Ólafur Þór Gunnarsson
Ólafur Þór Gunnarsson

Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi í Kópavogi, gefur kost á sér í 3.-4. sæti í forvali VG í Suðvestur kjördæmi. Ólafur hefur verið bæjarfulltrúi VG í Kópavogi frá 2006 en hefur auk þess gengt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, og á nú sæti í aðalstjórn hans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór. Þar segir hann að starfsvettvangur sinn hafi verið víða en síðustu ár hafi hann fyrst og fremst verið á sviði öldrunarlækninga og endruhæfingar og líkamsræktar aldraðra. Óalfur starfar nú sem öldrunarlæknir á öldrunarsviði Landspítalans á Landakoti.

Helstu baráttumál eru velferðarmál og styrking velferðarkerfisins. Heilbrigðisþjónusta og menntakerfið eru mikilvægar grunnstoðir sem þarf að vernda og styrkja á erfiðum tímum. Málefni aldraðra eru Ólafi sérstaklega hugleikin en á þeim vettvangi hefur hann starfað síðastliðin 14 ár. Náttúruvernd og sjálfbær nýting náttúruauðlinda eru einnig meðal áhugasviða Ólafs.

„Gegnsæi í stjórnsýslu og auknir möguleikar almennings til þátttöku og aðkomu að ákvörðunum eru afar mikilvæg. Ég vil hverfa frá þeirri hugmyndafræði að stjórnmálamenn geti sótt umboð sitt á fjögurra ára fresti, en séu þess á milli úr tengslum við kjósendur.

Hagsmunir þjóðarinnar eru að losa ofurtök sérhagsmuna og fjármagnsafla og að stjórn landsins haldi tiltrú fólksins. Aukin áhrif almennings milli kosninga munu verða lykilatriði í því nýja velferðarsamfélagi sem við viljum byggja upp.

Rödd Vinstri grænna hefur aldrei verið mikilvægari en nú, og aðkoma VG að uppbyggingarstarfi næstu ára er grundvallaratriði. Þar vil ég leggja mitt af mörkum og óska eftir stuðningi kjósenda."

Ólafur Þór er 45 ára og kvæntur Elínborgu Bárðardóttur heimilislækni. Þau eiga 3 syni.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×