Innlent

Paul sækist eftir 1.-3. sæti hjá VG

Paul Nikolov, varaþingmaður.
Paul Nikolov, varaþingmaður.
Paul Nikolov, varaþingmaður, hefur ákveðið að sækjast eftir fyrsta til þriðja sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum sem fer fram þann 7. Mars.

Paul er fyrsti varaþingmaður Vinstihreyfingarinnar - Græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður og hefur tvisvar tekið sæti á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili.

,,Paul ætlar að leggja áherslu á atvinnumál fyrst og fremst - að skapa nýjum störf á landinu, með áherslu á sjálfbæran þróun, sem eru umhverfisvæn og kröfug, og geta bætt ímynd Íslands. Meðal þess er störf í uppbyggingu á innviðum íslensks samfélags, á sviðum þekkingar, tækni og vísinda og einnig þekkingu okkar á jarðhituorku. Hann ætlar einnig að leggja áherslu á endurnýjun almenningssamgangna og skipulagsmála, og ekki síst hvað varðar málefni innflytjenda- og flóttamanna," segir í tilkynningu.

Paul fæddist 18. desember 1971 í Bandaríkjanum og fluttist til Íslands í september 1999. Fyrir utan starf sitt sem varaþingmaður vinnur hann sem stuðningsfulltrúi í sambýli í Kópavogi. Hann er giftur listkonunni Kremena Nikolova-Fontaine og á eina dóttur, Yuliu, sem verður þriggja ára í apríl næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×