Innlent

Gísli býður sig fram í Norðausturkjördæmi

Gísli Baldvinsson.
Gísli Baldvinsson. MYND/Lára Stefánsdóttir
Gísli Baldvinsson, náms- og starfsráðgjafi Akureyri, sækist eftir 4.-6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í næstu kosningum.

Gísli hefur starfað lengi að félagsmálum. Hann var formaður Kennarafélags Reykjavíkur og sat í stjórn Kennarasambandsins. Þá var hann formaður sambands karlakóra. Gísli var kosningastjóri Samfylkingarinnar bæði í bæjarstjórnarkosningunum 2006 og alþingiskosningunum 2007.

Hann er nú formaður Samfylkingarfélagsins 60+ á Akureyri.

Fram kemur í tilkynningu að hans helstu baráttumál eru efling menntunar á krepputímum, velferð eldri borgara og aukinn jöfnuður í þjóðfélaginu.

Gísli bloggar um þjóðfélagsmál á blogginu www.gislibal.blog.is


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×