Innlent

Netprófkjör í Suðvesturkjördæmi

Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Guðmundur Steingrímsson og Árni Páll Árnason á Grand Hótel kosninganóttina 2007.
Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Guðmundur Steingrímsson og Árni Páll Árnason á Grand Hótel kosninganóttina 2007.
Á kjördæmaþingi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í Hafnarfirði í gærkvöldi var ákveðið að halda netprófkjör um fimm efstu sætin á framboðslista flokksins í kjördæminu dagana 12. til 14. mars. Þingið samþykkti að bjóða fram fléttulista í kosningunum í vor.

Rétt til þátttöku hafa allir sem skráðir eru félagar í Samfylkingarfélögum í kjördæminu 10. mars eða skrifa undir sérstaka stuðningsyfirlýsingu við flokkinn í komandi kosningum.

Eins og kom fram á Vísi í gær tilkynnti Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, á fundinum að hann sækist ekki eftir endurkjöri í komandi kosningum.

Samfylkingin hlaut fjóra þingmenn í kosningunum vorið 2007.


Tengdar fréttir

Sækist ekki eftir endurkjöri - vill sjá uppstokkun

Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, sækist ekki eftir endurkjöri í komandi kosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gunnari nú í kvöld. Hann segir atburði síðustu mánaða og vikna kalla fram uppgjör í stjórnmálum og víðtæka umræðu um uppstokkun og aukið lýðræði.

Útilokar ekki þingframboð

„Ég hef ekkert íhugað þetta sérstaklega," svarar bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson hvort hann hyggi á framboð til Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×