Írak

Fréttamynd

Aftur í óvissuna

Kúrdískum hjónum og dýralæknum var synjað um hæli. Konan er gengin 16 vikur með annað barn þeirra. "Fólk hefur tekið okkur opnum örmum.“

Innlent
Fréttamynd

Stafar enn ógn af starfsemi ISIS

Árinu 2017 er að ljúka og kalífadæmi ISIS er í molum. Samtökin eru þó enn fullfær um að beita skæruhernaði. Það sást greinilega í gær þegar sjálfsmorðssprengjuárás kostaði 41 lífið í Kabúl, höfuðborg Afganistans.

Erlent
Fréttamynd

Blair kom ekki hreint fram um Íraksstríðið

Höfundur opinberrar skýrslu um þátt Breta í Íraksstríðinu segir að Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki komið hreint fram við þjóðina um þær ákvarðanir sem hann tók. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tjáir sig opinberlega um efni skýrslunnar sem kom út fyrir ári.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu fallnir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja

Að minnsta kosti 20 eru fallnir og aðrir 20 særðir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja, vestur af Bagdad, í morgun. Maður gyrtur sprengjubelti gekk inn hóp manna sem hugðust sækja um vinnu hjá lögreglu og sprengdi sig í loft upp með þessum afleiðingum.

Erlent
Fréttamynd

Telur Mahdi-sveitir hafa rænt Bretum í Bagdad

Enn hefur ekkert spurst til fimm Breta sem rænt var í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra landsins, sagði í morgun líklegra að liðsmenn Mahdi-herdeildanna, sem tengjast sjíaklerknum Muqtada al-Sadr, hefðu staðið á bak við ránið.

Erlent
Fréttamynd

Al-Sadr aftur í sviðsljósið í Írak

Róttæki sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr kom í dag í fyrsta sinn fram opinberlega í marga mánuði í Írak. Al-Sadr predikaði við föstudagsbænir í Kufa í austurlhluta Íraks og fordæmdi hersetu Bandaríkjamanna í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Cheney í óvæntri heimsókn til Íraks

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Heimsóknin er liður í ferð hans um Miðausturlönd sem ætlað er að stemma stigu við átökum ýmissa þjóðarbrota í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Fimmtán látnir eftir sjálfsmorðsárás í Ramadi

Fimmtán hið minnsta eru sagðir látnir og 25 særðir eftir sjálfsmorðsárás manns í útjaðri Ramadi í Írak í dag. Maður á stórum flutningabíl sprengdi sig í loft upp þegar lögregla í eftirlitsferð átti leið hjá markaði í norðurhluta borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Vilja að aftökum verði hætt í Írak

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir því að aftökum í Írak verði hætt og hvetja bæði bandaríska og breska herinn til að afhenda írökskum stjórnvöldum ekki menn sem dæmdir hafa verið til dauða í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Reid:Íraksstríðið er tapað

Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði George Bush Bandaríkjaforseta á fundi í gær að hann teldi að Íraksstríðið væri tapað og að viðbótarherafli sem sendur hefði verið nýverið til Íraks hefði engu skilað.

Erlent
Fréttamynd

Átta milljónir þurfa á hjálp að halda

Fjöldi þeirra sem þurfa á bráðri hjálp að halda í Írak er átta milljónir, þar á meðal tvær milljónir flóttamanna og tvær milljónir heimilislausra. Þetta kom fram á sérstökum fundi sem haldin var um málefni Írak.

Erlent
Fréttamynd

Stríðið hefur alvarleg áhrif á íröksk börn

Sjö af hverjum tíu börnum í grunnskólum í hverfi í Norður-Bagdad þjást af áfallaröskun þannig að þau stama eða pissa undir. Þetta leiðir ný skýrsla á vegum írakska heilbrigðisráðuneytisins í ljós en í rannsókninni var kannað hvaða áhrif stríðið í Írak hefði á börnin.

Erlent
Fréttamynd

Hreyfing Sadrs ætlar úr ríkisstjórn

Stjórnmálahreyfing herskáa sjíaklerksins Moqtada al-Sadrs tilkynnti í dag að hún hygðist draga sig út úr ríkisstjórn Íraks á morgun til þess að þrýsta á um að Bandaríkjamenn legðu fram áætlun um brotthvarf hermanna sinna.

Erlent