Erlent

Telur Mahdi-sveitir hafa rænt Bretum í Bagdad

MYND/AP

Enn hefur ekkert spurst til fimm Breta sem rænt var í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra landsins, sagði í morgun líklegra að liðsmenn Mahdi-herdeildanna, sem tengjast sjíaklerknum Muqtada al-Sadr, hefðu staðið á bak við ránið, frekar en fylgismenn al-Qaida eins og í upphafi var talið.

Fimmenningunum, tölvunarfræðingi og fjórum lífvörðum hans, var rænt um hábjartan dag í gær af mönnum í lögreglubúningum. Getum hefur verið að því leitt að það hafi verið gert í hefndarskyni við dráp breskra hermanna á háttsettum foringjum Mahdi-hersins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×