Erlent

Cheney í óvæntri heimsókn til Íraks

David Petraeus, yfirmaður bandaríska heraflans í Írak, tekur á móti Dick Cheney á Bagdad-flugvelli í morgun.
David Petraeus, yfirmaður bandaríska heraflans í Írak, tekur á móti Dick Cheney á Bagdad-flugvelli í morgun. MYND/AP

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Heimsóknin er liður í ferð hans um Miðausturlönd sem ætlað er að stemma stigu við átökum ýmissa þjóðarbrota í Írak.

Í ræðu sem hann hélt í Bagdad sagði varaforsetinn að aukinn liðsafli Bandaríkjamanna á svæðinu myndi ekki einn lægja ófriðaröldurnar í landinu.

Einnig er talið að Cheney ætli að fá íraska þingmenn ofan af því að taka sér tveggja mánaða frí frá störfum eins og stendur til. Aðstoðamaður Cheneys lét hafa eftir sér að óskiljanlegt væri hvernig þingmönnunum hafi dottið í hug að skipuleggja sumarleyfi á meðan enn logi glatt í ófriðarbálinu í landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×