Erlent

Vilja að aftökum verði hætt í Írak

Saddam Hussein er einn þeirra fjölmörgu Íraka sem teknir hafa verið af lífi.
Saddam Hussein er einn þeirra fjölmörgu Íraka sem teknir hafa verið af lífi. MYND/AP

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir því að aftökum í Írak verði hætt og hvetja bæði bandaríska og breska herinn til að afhenda írökskum stjórnvöldum ekki menn sem dæmdir hafa verið til dauða í landinu.

Samtökin benda á að Írak sé nú í fjórða sæti yfir þau lönd þar sem flestar aftökur fara fram, en aðeins Kína, Pakistan og Íran taka fleiri af lífi á ári hverju. 270 manns hafa fengið dauðadóm í Írak frá miðju ári 2004 og hafa 100 þeirra verið teknir af lífi eftir því sem segir í skýrslu Amnesty. Þar af voru 65 teknir af lífi í fyrra en í þeirra hópi var Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks.

Benda mannréttindasamtökin enn fremur á að dauðarefsingar hafi engu skilað í landinu því uppreisnarmenn hafi sig nú í frammi sem aldrei fyrr. Þá segja samtökin að fjölmargir fangar hafi ekki fengið sanngjarna málsmeðferð fyrir rétti og að játningar sumra hafi verið knúðar fram með pyntingum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×