Erlent

Bandalag eldklerksins stærst

Andri Eysteinsson skrifar
Stuðningsmenn al-Sadr fagna úrslitunum á götum Baghdad
Stuðningsmenn al-Sadr fagna úrslitunum á götum Baghdad Vísir/AFP
Kjörstjórn hefur nú opinberað úrslit þingkosninganna í Írak sem fram fóru fyrir viku síðan en það er Reuters sem greinir frá.

Bandalag eldklerksins Moqtada al-Sadr hlaut 54 þingsæti, flokkur núverandi forsætisráðherra, Haider al-Abadi, hlaut 42 sæti og verður þriðji stærsti flokkurinn.

Al-Sadr sem var einn áhrifamesti maður Írak eftir fall Saddams Hussein var þó ekki í framboði og getur því ekki orðið forsætisráðherra. Þar sem enginn flokkur hlaut hreinan meirihluta munu stjórnarmyndunarviðræður fara fram.  Búist er við því að þær viðræður muni dragast á langinn.

Flokkur Sadr stofnaði fyrir kosningar til bandalags með kommúnistum og öðrum minni spámönnum. Sameinuðust flokkarnir í andstöðu gegn öllum erlendum áhrifum í landinu.

Sadr kann að hafa notið góðs af lélegri kjörsókn í landinu en talið er að eingöngu 44.5% kjörgengra hafi kosið.  Flokkur al-Sadr var einnig álitinn góður kostur til að koma frá núverandi stjórnarflokkum sem sumir kenna um spillingu í landinu.


Tengdar fréttir

Eldklerkurinn Sadr líklegur sigurvegari kosninga í Írak

Allt útlit er fyrir að Sairoon bandalag eldklerksins Muqtada al Sadr standi upp sem sigurvegari þingkosninganna í Írak. Búið er að telja meira en 91% atkvæða en flest þau atkvæði sem á eftir að telja eru í héröðum þar sem sem Sairoon bandalagið bauð ekki fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×