Erlent

Bandaríkjamenn reyndu að ráða al-Sadr af dögum

Bandaríkjamenn reyndu að ráð sjíaklerkinn Moqtada al-Sadr af dögum fyrir þremur árum eftir því sem breska dagblaðið Independent hefur eftir þjóðaröryggisráðgjafa Íraks.

Al-Sadr er einn af áhrifamestu leiðtogum uppreisnarmanna í Írak um þessar mundir og hefur gagnrýnt veru Bandaríkjamanna í landinu harðlega.

Haft er eftir þjóðaröryggisráðgjafanum að al-Sadr hafi verið lokkaður til borgarinnar Najaf, suður af Bagdad, í ágúst 2004 undir því yfirskini að ræða ætti friðartillögur í landinu. Bandaríkjamenn hafi svo gert árás á hús þar sem funda átti en al-Sadr hafi ekki verið kominn þegar árásin var gerð. Því hafi tilræðið misheppnast.

Segir þjóðaröryggisráðgjafinn að þessi tilraun Bandaríkjamanna hafi orðið til þess að Sadr hafi útilokað frið við Bandaríkjamenn. Hersveitir al-Sadrs er taldar ein mesta ógnin við bandaríska heraflann í Írak og hefur Bandaríkjaher gefið út handtökuskipun á hendur honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×