Erlent

Fimmtán látnir eftir sjálfsmorðsárás í Ramadi

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/AP

Fimmtán hið minnsta eru sagðir látnir og 25 særðir eftir sjálfsmorðsárás manns í útjaðri Ramadi í Írak í dag. Maður á stórum flutningabíl sprengdi sig í loft upp þegar lögregla í eftirlitsferð átti leið hjá markaði í norðurhluta borgarinnar.

Hinir látnu voru bæði lögreglumenn og borgarar. Fyrr í dag létust níu bandarískir hermenn i sjálfsmorðsárás nærri Bakúba en ekki hafa fleiri hermenn fallið í einni árás í Írak í eitt og hálft ár.

Blóðbaðið í Írak virðist því síst í rénun því í gær létust um 30 manns í sjálfsmorðsárásum í Ramadi í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×