Erlent

Stríðið hefur alvarleg áhrif á íröksk börn

MYND/AP

Sjö af hverjum tíu börnum í grunnskólum í hverfi í Norður-Bagdad þjást af áfallaröskun þannig að þau stama eða pissa undir. Þetta leiðir ný skýrsla á vegum írakska heilbrigðisráðuneytisins í ljós en í rannsókninni var kannað hvaða áhrif stríðið í Írak hefði á börnin.

Það er bandaríska dagblaðið USA Today sem greinir frá þessu og segir að rannsóknin hafi náð til 2500 barna. Haft er eftir höfundi skýrslunnar að erfitt sé fyrir börnin að horfa upp á átökin í landinu og að sum þeirra gangi fram hjá fórnarlömbum stríðsins á leið sinni í skólann á morgnana.

Þá er haft er eftir sálfræðingi við læknaskóla í Bagdad að óvíst sé hvaða áhrif stríðið hafi á þessa kynslóð Íraka en bent er á stríðið hafi mjög alvarleg áhrif á þroska sumra barna. Íröksk yfirvöld viti af vandanum en geti ekkert gert fyrr en komið hafi verið á lög og reglu í höfuðborginni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×