Erlent

Al-Sadr aftur í sviðsljósið í Írak

Moqtada al-Sadr.
Moqtada al-Sadr. MYND/AP

Róttæki sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr kom í dag í fyrsta sinn fram opinberlega í marga mánuði í Írak. Al-Sadr predikaði við föstudagsbænir í Kufa í austurlhluta Íraks og fordæmdi hersetu Bandaríkjamanna í landinu.

Al-Sadr hefur bæði látið til sín taka á stjórnmálasviðinu og í andspyrnunni í landinu og stjórnar hann Mehd-hersveitunum svokölluðu sem taldar eru bera ábyrð á morðum á súnnítum í landinu.

Bandaríkjamenn hafa reynt að hafa hendur í hári al-Sadrs og samkvæmt fréttum fyrr í vikunni reyndu þeir að ráða hann af dögum fyrir þremur árum. Al-Sadr er sagður hafa farið í felur í Íran í janúar þegar bandaríski herinn hóf herferð sína í Bagdad en það hefur aldrei fengist staðfest.

Ekki liggur fyrir hvers vegna Al-Sadr kemur fram í sviðsljósið nú en talið er hugsanlegt að hann vilji ná betri stjórn á herdeildum sínum, sem hafa klofnað í kjölfar aðgerða Bandaríkjamanna í Bagdad.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×