Erlent

Milljón dollara tekjur af The Interview fyrsta daginn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Myndin var frumsýnd á jóladag.
Myndin var frumsýnd á jóladag. Vísir/AP
Tekjur af kvikmyndinni The Interview námu einni milljón dollara á jóladag, eða sem nemur 127 milljónum íslenskra króna. Myndin er aðeins sýnd í 331 kvikmyndahúsi í Bandaríkjunum og nema tekjurnar rúmum þrjú þúsund dollurum á hvert kvikmyndahús.

Tekjurnar ná aðeins til kvikmyndahúsa en myndinni hefur verið dreift á netinu gegn gjaldi. Til að mynda hefur verið hægt að leigja myndina í gegnum YouTube, Google Play og Xbox Video. Það er því óljóst hverjar heildartekjurnar voru fyrsta daginn.

Myndin er einhver sú umtalaðasta síðustu vikur og mánuði en talið er að hún hafi verið ástæða stórfellds tölvuinnbrots hjá Sony, sem framleiðir myndina, en bandaríska alríkislögreglan hefur rakið það til Norður-Kóreu. The Interview fjallar um morð á Kim Jong-Un, leiðtoga ríkisins.

Tölvuþrjótarnir sem framkvæmdu innbrotið gerðu kröfu um að myndin yrði ekki sýnd og hótuðu árásum á þau kvikmyndahús sem tækju myndina til sýningar. Í kjölfarið hættu mörg bíó við að sýna myndina og Sony féll frá fyrirhugaðri frumsýningu myndarinnar.

Ákvörðun var svo tekin um að gefa myndina út á netinu og sýna hana í völdum kvikmyndahúsum, þrátt fyrir hótanir tölvuþrjótanna.


Tengdar fréttir

Sony mun sýna The Interview

Hætt var við að koma myndinni í dreifingu í síðustu viku eftir umfangsmikla árás tölvuþrjóta.

Óljóst hver slökkti á interneti Norður-Kóreu

Norður-Kórea hafði ekki aðgang að internetinu í um níu tíma í fyrradag. Einungis æðstu yfirmenn landsins hafa aðgang að internetinu vegna strangrar ritskoðunar. Spjótin beinast að Bandaríkjunum eða Kína.

BitTorrent vill birta The Interview

Fjölmargir hafa beðið Sony um að birta kvikmyndina á netinu, en stóru efnisveiturnar hafa ekki stigið fram.

Norður-Kórea hótar Bandaríkjunum

„Orðrómar um netárás Norður-Kóreu var búinn til af leppstjórn Suður-Kóreu,“ segir í tilkynningu frá Pyonyang.

Interview sýnd í útvöldum kvikmyndahúsum

Sony hafði áður tilkynnt að myndin yrði ekki frumsýnd á jólunum eins og til stóð eftir tölvuárás á fyrirtækið og hótanir um ofbeldi yrði grínmyndin sýnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×