Erlent

Koma hjálpargögnum til flóttafólks í Írak

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir að gögnum verði komið til fólksins um Tyrkland, Jórdaníu, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Íran.
Gert er ráð fyrir að gögnum verði komið til fólksins um Tyrkland, Jórdaníu, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Íran. Vísir/AFP
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hrundið af stað umfangsmikilli aðgerð til að koma hjálpargögnum til um 500 þúsund manna sem hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna ofsókna IS-liða í norðurhluta Íraks.

Hjálpargögnum verður komið til nauðstaddra með flugi, bílum og skipum og er gert ráð fyrir að gögnum verði komið til fólksins um Tyrkland, Jórdaníu, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Íran.

Vígamenn IS hafa náð stórum svæðum í norðurhluta Íraks á sitt vald og eiga nú í átökum við írakskar og kúrdískar hersveitir.

Talsmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segir að stofnunin hafi þegar komið rúmlega milljón matarpökkum til flóttafólks í Írak síðustu tvær vikurnar. Tjöldum og öðrum hjálpargögnum verður einnig komið til fólksins sem hefst flest við í fjalllendum í norðurhluta Íraks.


Tengdar fréttir

Frakkar senda Kúrdum vopn

Frakklandsforseti tilkynnti um ákvörðunina í hádeginu og hafa stjórnvöld í Írak þegar veitt samþykki sitt.

Hundruðir þúsunda á flótta

Sameinuðu þjóðirnar segja tugþúsundir manna, kvenna og barna enn hafast við, við þröngan kost á Sinjar fjalli og þurfa lífsnauðsylega á aðstoð að halda.

Ólíklegt að Jasídarnir verði sóttir

Nú er talið ólíklegt að Bandaríkjamenn setji upp loftbrú til þess að flytja fólk af ættbálki Jasída af Sinjar fjalli í Írak. Þar hefur fólkið hafist við síðustu vikur eftir að það flúði unan hersveitum hins Íslamska ríkis sem ræður nú yfir stórum landsvæðum í Írak.

Grimmdin á sér varla hliðstæðu

Fyrrum upplýsingafulltrúi NATO í Írak segir grimmdina sem IS liðar sýni eigi sér fáar hliðstæður í sögunni, segir. Nýs forsætisráðherra í landsins bíður það vandasama verkefni að halda landinu sameinuðu.

Bandarískir ráðgjafar komnir til Íraks

Rúmlega 130 bandarískir hernaðarráðgjafar eru nú komnir til Kúrdahéraðanna í Írak. Þetta segir Chuck Hagel varnarmálaráðherra landsins. Hann ítrekar þó að hermennirnir taki ekki þátt í bardögum heldur séu þeir að meta ástandið og þörfina á neyðaraðstoð en samtökin sem kalla sig Íslamska ríkið ráða yfir stórum hlutum svæðisins og eru talin hafa ráðist hatrammlega að minnihlutahópum af annarri trú.

35 þúsund flóttamenn hafa komist frá Sinjar-fjalli

Um 35 þúsund flóttamenn hafa nú komist af Sinjar-fjalli þar sem þúsundum flóttamanna hefur verið haldið í herkví af samtökunum IS, Íslamskt ríki. Flóttamennirnir, sem flestir eru Jasídar, hafa farið fótgangandi til Kúrdistan í norðurhluta Íraks í gegnum Sýrland, en ferðin tekur um þrjá daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×