Fleiri fréttir

Meiri samdráttur en búist var við

Meiri samdráttur varð í sölu í verslunum smásölurisans Haga í júnímánuði en fjárfestar bjuggust við. Afkomuviðvörunin, sem félagið sendi frá sér á fimmtudagskvöld, kom þeim í opna skjöldu, en til marks um það lækkuðu hlutabréf félagsins um 4,26 prósent í 672 milljóna króna viðskiptum í gær.

Ætlar að nýta kalda vatnið úr Vaðlaheiðargöngum

Norðurorka mun nýta kalda vatnið úr Vaðlaheiðargöngum og byggja vatnsból þar inni. Samkomulag undirritað á næstu vikum en fyrsti áfangi mun kosta Norðurorku um 100 milljónir. Nær langt upp í meðalnotkun íbúa Akureyrar.

Guðmundur og Ágúst til VÍS

Guðmundur og Ágúst munu styrkja félagið í sölu- og vöruþróun annars vegar og forvörnum hins vegar.

Stefna að því að verða næsta Marel

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Controlant hyggst afla sér aukins hlutafjár til þess að standa undir frekari vexti á alþjóðlegum mörkuðum. Fyrirtækið á í viðræðum við alþjóðleg stórfyrirtæki. Ef fram fer sem horfir mun veltan verða milljarður 2018.

Hvetur til sameiningar tæknifyrirtækja

Stjórnarformaður Íslenska sjávarklasans telur brýnt að lítil tæknifyrirtæki sem þjóni sjávarútvegi auki samstarf sín á milli. Hann segir þau eiga erfitt með að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum.

Valitor kaupir Chip & PIN Solutions

Valitor hefur gengið frá kaupum á breska fyrirtækinu Chip & PIN Solutions sem starfar á sviði kortatengdra greiðslumiðlunarlausna í Bretlandi.

Þremenningar dæmdir skaðabótaskyldir í Marple-málinu

Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi kröfu þrotabús Kaupþings um að Hreiðar Már Sigurðsson, Skúli Þorvaldsson og Magnús Guðmundsson sé skaðabótaskyldir vegna tjóns bankans af viðskiptum við félagið Marple Holding.

Rútufyrirtækin þurfa að skipta um gír

Framkvæmdastjórar Kynnisferða og Gray Line segja útlit fyrir talsverða hagræðingu hjá rútufyrirtækjum. Dósent í hagfræði segir hærra gengi krónunnar hægja á vexti ferðaþjónustunnar.

Stefano M. Stoppani forstjóri Creditinfo Group

Stefano M. Stoppani hefur tekið við sem nýr forstjóri Creditinfo Group en hann tekur við starfinu af Reyni Grétarssyni sem verður þó áfram starfandi stjórnarformaður félagsins.

Milljarða jörð til sölu

Jörðin Neðri-Dalur í Biskupstungum er komin í söluferli hjá fasteignasölunni Stakfelli og er ásett verð 1,2 milljarðar króna.

Íslandsmet í sölu hjólhýsa

Sala hjólhýsa hefur aukist um 70 prósent milli ára. Fleiri hjólhýsi voru skráð á fyrri helmingi ársins en á sama tímabili árið 2008. Fellihýsasala er nær engin.

Svipmynd Markaðarins: Alæta á tónlist og á kafi í hestamennsku

Ingibjörg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins í Grafarvogi, er alæta á tónlist og er á kafi í hestamennsku. Hún hefur setið í stjórn FKA og vann áður í heilbrigðisgeiranum. Ingibjörg situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.

Glöggt er gests augað

Áhugavert var að sjá greiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslenskum ferðamannaiðnaði. Sjóðurinn virðist einkum þakka íslensku ferðamannasprengjunni, eldgosinu í Eyjafjallajökli og þeirri miklu markaðssetningu sem fylgdi í kjölfarið.

Sjá næstu 50 fréttir