Viðskipti innlent

Hlutabréf í Högum taka dýfu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus.
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus. Vísir/Eyþór
Gengi hlutabréfa í Högum hefur lækkað um 6,33 prósent í 369 milljón króna viðskiptum í morgun. Gengið hefur ekki verið lægra síðan í ágúst 2015.

Mörg félög hafa lækkað í morgun en úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,66 prósent. Gengi bréfa í Högum hafa þó lækkað lang mest.

Líklega má rekja lækkunina hjá Högum til þess að í gær kom tilkynning frá félaginu þar sem kom fram að sala í verslunum Haga dróst saman um 8,5 prósent í krónum talið í júnímánuði miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. 

Meira en mánuður er liðinn frá því að bandaríski smásölurisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Garðabæ, eða þann 23. maí síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur hlutabréfaverð Haga fallið í verði um rúmlega fimmtung og markaðsvirði félagsins minnkað verulega.

Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×