Viðskipti innlent

Stefano M. Stoppani forstjóri Creditinfo Group

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stefano M. Stoppani hefur 20 ára reynslu af störfum á alþjóða fjármálamarkaði.
Stefano M. Stoppani hefur 20 ára reynslu af störfum á alþjóða fjármálamarkaði.
Stefano M. Stoppani hefur tekið við sem nýr forstjóri Creditinfo Group en hann tekur við starfinu af Reyni Grétarssyni sem verður þó áfram starfandi stjórnarformaður félagsins. Þá er Reynir jafnframt stærsti einstaki eigandi Creditinfo Group.

Að því er fram kemur í tilkynningu hefur Stefano 20 ára reynslu af störfum á alþjóða fjármálamarkaði. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá fyrirtækinu SIMAH í Saudi Arabíu og þar áður vann hann hjá indverska fyrirtækinu CRIF sem svæðisstjóri fyrirtækisins í Mexíkó og Mið- Ameríku, Jamaíka og Dúbaí.

Þá starfaði hann sem ráðgjafi til margra ára á sviði kredit- og áhættustýringar hjá International Finance Corporation (World Bank Group) í Washington.

Stefano er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá University of Bologna á Ítalíu, með MBA gráðu í viðskiptafræði frá University of Bologna og meistaragráðu í þróunar- og alþjóðamálum frá London School of Economics (LSE).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×