Viðskipti innlent

Fimm og tíu þúsund kallarnir er 87% alls reiðufjár

Kjartan Kjartansson skrifar
Mikil útbreiðsla stærstu seðlanna hefur verið talin vísbending um skattsvik.
Mikil útbreiðsla stærstu seðlanna hefur verið talin vísbending um skattsvik. Vísir/Valli
Notkun reiðufjár á Íslandi virðist færast í aukana jafnvel þó að aðeins 2,2% landsframleiðslunnar sé seðlum og smápeningum. Fimm og tíu þúsund króna seðlar sem hugmyndir voru um að taka úr notkun eru 87% reiðufjár í umferð.

Þetta á meðal þess sem kemur fram í grein um stöðu reiðufjár á Íslandi á vefsíðu Íslandsbanka sem Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri bankans skrifar.

Mikil umræða skapaðist um reiðufé eftir að Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, viðraði þá hugmynd að taka fimm og tíu þúsund króna seðla úr umferð.

Notkun reiðufjár er lítil á Íslandi eins og á Norðurlöndunum almennt en engu að síður eru merki um að hún sé að verða algengari. Vísar Íslandsbanki til nýútgefinnar skýrslu Seðlabankans um fjármálainnviði þar sem fram kemur að notkun annarra greiðslumöguleika en greiðslukorta hafi aukist úr 9% í 29% í svonefndum staðgreiðsluviðskiptum.

Þrátt fyrir þessa aukningu er notkun reiðufjár fimmfalt hærri á Evrusvæðinu.

Ýmsar upplýsingar um reiðufé er að finna í skýrslu Seðlabankans um fjármálainnviði.Vísir/Anton Brink
Aukin ferðamennska gæti skýrt meiri seðlanotkun að hluta til

Íslandsbanki leiðir líkum að því að hægt sé að rekja hluta aukningar í notkun reiðufjár til aukinnar ferðamennsku.

Tölur Seðlabankans sýna að 87% alls reiðufjár í umferð á Íslandi sé í formi fimm og tíu þúsund króna seðla. Samtals eru yfir fimmtíu milljarðar króna í umferð í formi þessara tveggja seðla.

Nefnd fjármálaráðherra ályktaði að svo mikil notkun seðlanna væri vitnisburður um að skattsvik. Hægt væri að draga úr þeim með að taka seðlana úr umferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×