Fleiri fréttir

Wonder Woman

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Ég er bíófíkill. Mér finnst fátt betra en að hverfa inn í myrkur bíósalarins með popp og Pepsi, hverfa á vit hinna klikkuðustu ævintýra, drepfyndinna grínmynda eða hjartnæmra örlagasagna sem kalla fram frjókornaofnæmi. Ég dreg börnin mín með við hvert tækifæri. Undanfarið höfum við séð dálítið af ofurhetju- og ævintýramyndum.

Ofbeldi á skólalóð

Óttar Guðmundsson skrifar

Fyrir einhverjum vikum veittust nokkrir unglingspiltar (15-16 ára) að einum 14 ára á skólalóð. Þeir hrintu honum í jörðina svo að hann nefbrotnaði. Einn úr hópnum sparkaði í hann liggjandi með miklum formælingum á ensku og íslensku.

#höfumhátt

Stella Samúelsdóttir skrifar

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem farin verður í dag kl.17.00. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi.

Til Simpson-kynslóðarinnar

Bergur Ebbi skrifar

Víkjum sögunni að tímanum áður en internetið varð hluti af lífi okkar. Tímanum sem var, líkt og nútíminn, einnig uppfullur af tilgangslausum hneykslismálum og firringu. Ég vil víkja til áranna upp úr 1990. Ég var um það bil tíu ára gamall þegar Simpson-fjölskyldan fór í loftið á RÚV.

Kvendúxinn

María Bjarnadóttir skrifar

Árið 1941 fékk dúx Menntaskólans í Reykjavík ekki styrk frá stjórnvöldum til þess að stunda háskólanám við erlendan háskóla eins og áður hafði tíðkast, heldur semi-dúxinn. Þetta gerðist auðvitað áður en hugtakið "stjórnsýslulög“ fékk eitthvert raunverulegt gildi á Íslandi svo að það var engin kærunefnd fyrir dúxinn að leita til.

Allt úrskeiðis

Hörður Ægisson skrifar

Stundum er sagt að allt sem geti farið úrskeiðis geri það, fyrr eða síðar. Í tilfelli United Silicon tók það þrjú ár.

Áreitni og ofbeldi upp á yfirborðið

Elín Björg Jónsdóttir skrifar

Þó það geti verið erfitt að hlusta á og lesa frásagnir af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er jákvætt að nú séu þessi mál loksins að komast upp á yfirborðið. Þolendur hafa rofið þögnina og munu vonandi halda því áfram.

Uppfærsla á glæpaforriti

Davíð Bergmann skrifar

Glæpir hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda, líka á litla Íslandi. Það er alveg sama hvert litið er í heiminum, afbrot eru alls staðar og verða í ókominni framtíð. Glæpir koma alltaf til með að þrífast í öllum samfélögum hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Viljum við börnum ekki betur?

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Dæmdur kynferðisbrotamaður sætir gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð brot gegn börnum. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segir að háttsemin lúti að grófum og ítrekuðum kynferðisbrotum sem spanna yfir langt tímabil og "sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem [maðurinn] virðist ekki hafa stjórn á“.

Hagur neytenda og dómur ESA

Guðjón Sigurbjartsson skrifar

Neytendur hljóta að fagna nýlegum dómi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að bann við innflutningi á ferskri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólk samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins.

Lyfta þarf lífeyri langt upp fyrir fátæktarmörk!

Björgvin Guðmundsson skrifar

Ákveðið er að nýtt Alþingi komi saman í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember/desember. Afgreiða þarf fjárlög fyrir áramót. Væntanlega tekur nýtt Alþingi betur á kjaramálum aldraðra og öryrkja en gamla þingið gerði.

Félagslegar stoðir ESB grafa ekki undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða

Formenn launafólks á Norðurlöndum skrifar

Talsmenn atvinnurekenda í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð halda því fram í greinaskrifum sínum að hinar félagslegu stoðir Evrópusambandsins, ESB, grafi undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða og sömuleiðis norræna líkaninu. Við, talsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar, getum staðfest að atvinnurekendur hafa á röngu að standa, ellegar að þeir kjósa, í besta falli, að misskilja vísvitandi hinar félagslegu stoðir.

Ástarsögur

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Ég stóð einu sinni við hlið manns í Skagafirði og ræddi við hann um kirkjuna í heimabyggð hans. Orð hans voru eftirminnileg og opnuðu mér glugga að viðhorfi fólks um allt land, jafnvel óháð trú eða vantrú. Hann sagði: "Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum halda í hana og hafa hana fallega.“

Fituhlunkurinn í fráveitunni

Íris Þórarinsdóttir skrifar

Einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu þrífur heimilisfaðir steikarpönnu í eldhúsvaskinum eftir kvöldmatinn. Hann lætur heitt vatn renna um stund til að vera viss um að fitan setjist ekki í lagnirnar hans, heldur renni alveg út í götu. Annars staðar í borginni fær lítil snót hreina bleyju og í kjölfarið er blautþurrku sturtað niður í klósettið.

Sérstaða Íslands: Jafnrétti – friður – sjálfbærni

Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar

Á tímamótum stjórnarskipta er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvaða skilaboðum er gott að koma til nýrra ráðamanna Íslands. Viðskiptaráð birti á dögunum skoðun um hvaða mál væru ofarlega í huga aðildarfélaga og hvernig þau samræmdust stefnu flokkanna.

Eru allir jafnir fyrir lögum?

Ragnar Halldór Hall skrifar

Samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýleg dæmi sýna að verulega skortir á það hér á landi að eftir þessu sé farið.

Er ekkert að marka leikreglur lýðræðisins?

Gísli Sigurðsson skrifar

Enn hefur ekki verið svarað kröfu frá Verndarsjóði villtra laxastofna, NASF, sem Orri heitinn Vigfússon sendi til verkefnisstjórnar rammaáætlunar 27. júlí 2016. Krafan fólst í að tillögur um að setja virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nýtingarflokk yrðu dregnar til baka.

Vistvangur; lífgun á örfoka landi

Björn Guðbrandur Jónsson og Jónatan Garðarsson skrifar

Við ökum suður með Kleifarvatni, suður í Krýsuvík og sýnum umhverfinu vakandi áhuga. Landið hefur margbreytilega ásýnd. Á vesturbakka Kleifarvatns eru jarðfræðifyrirbærin áhugaverð og laða til sín rútufarma af túristum sem síðan steðja að hverasvæðinu í Seltúni.

Umboðssvik

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Á síðustu árum hafa fyrrverandi stjórnendur fallinna fjármálafyrirtækja verið dæmdir fyrir umboðssvik vegna óábyrgra lánveitinga fyrir hrunið. Umboðssvik eru hegningarlagabrot og koma fram í auðgunarbrotakafla laganna.

Samstæð sakamál I

Þorvaldur Gylfason skrifar

Hann bað ráðherrann um að gera svo vel að ganga með sér út á tröppurnar, benti honum á stórvirk vinnutæki skammt frá og sagði: Þessi tæki voru flutt til landsins undir því yfirskini að þau skyldi nota á Keflavíkurflugvelli til að komast hjá sköttum og skyldum.

Fyrst Ronaldo og svo Ragnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Við Íslendingar þurfum oftast sundrung til þess að geta staðið saman. Við höfum ekki staðið saman undanfarnar vikur og mánuði enda frekar ljótar kosningar að baki og stjórnarmyndunarviðræður í gangi. Þar er ekki bara lítil samstaða á milli fólksins í landinu heldur bara engin innan sumra flokkanna sem ætla sér að reyna að stjórna landinu saman. Bara geggjuð staða í gangi.

Læknirinn, kýrin og kálfurinn

Árni Stefán Árnason skrifar

Árlegt áreiti matvælaframleiðenda með afurðir úr búfjáreldi fyrir manneldi eykst nú í auglýsingum á sjónvarpsskjám og í öðrum miðlum.

Óafturkræf náttúruspjöll

Svavar Halldórsson skrifar

Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn.

Skiptastjóri í klandri?

Skúli Gunnar Sigfússon skrifar

Sveinn Andri Sveinsson, hrl. og skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf., gerir í aðsendri grein í Fréttablaðinu hinn 17. nóvember 2017 athugasemdir við þá staðreynd að undirritaður og fleiri hafa sent héraðssaksóknara kæru þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við starfshætti Sveins Andra sem skiptastjóra í þb. EK 1923.

Hvað er í pokunum?

Hermann Stefánsson skrifar

Hversu mikið mál er að taka plastpoka úr umferð? Það er sáraeinfalt, maður bara tekur þá úr umferð. En í þróuðu lýðræðissamfélagi getur þetta reynst ofraun. Jafnvel þótt allir séu sammála um að höfin séu að fyllast af plasti og plast sé skaðvaldur, hluti af umhverfisvanda sem ógnar lífi á jörðinni.

Biðstofa dauðans!

Guðrún Matthíasdóttir skrifar

Mamma lést á Vífilstöðum 2. janúar á þessu ári. Á þeim tíma hafði inflúensa og nóróveiki herjað á spítalanum í nokkrar vikur. Af þessum sökum var móðir mín í einangrun vikum saman og allar heimsóknir til hennar bannaðar. Nokkrum dögum áður en mamma lést var hringt í okkur og tilkynnt að við fengjum undanþágu og gætum komið í heimsókn þar sem hún ætti aðeins nokkra daga eftir ólifaða.

Stígamót veiti fötluðum brotaþolum þjónustu eða skili fjármagninu

Snæbjörn Áki Friðriksson og Helga Baldvins- og Bjargardóttir skrifar

Í mars 2014 tóku Stígamót sannkölluð tímamótaskref í þjónustu við fatlaða brotaþola kynferðisofbeldis. Þá var ráðinn inn starfsmaður með sérþekkingu á fötlun til að mæta betur þörfum fatlaðra brotaþola og gera Stígamót aðgengilegri.

Hinsta stund

Magnús Guðmundsson skrifar

Það er óþolandi staðreynd að dauðinn bíður okkar allra allt frá fyrsta degi. Það sem við gerum þar til stundin rennur upp og við kveðjum þetta líf skiptir auðvitað meginmáli en það gerir líka dauðastundin sjálf.

Ofsakuldi, tempraður

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Í samræðum við leigubílstjóra og móttökustarfsmenn hótela víðsvegar um veröldina hef ég oft fullyrt að það verði "alls ekki eins kalt á Íslandi og maður myndi halda“. Þessar samræður hef ég nær alltaf átt að sumri til í heitum löndum, þegar íslenskur vetur er bara óræður vísir að minningu úr fjarlægri fortíð,

Opið bréf til Gísla, Eiríks og Helga sem eru að reyna að hnoða saman ríkisstjórn

Kári Stefánsson skrifar

Ágæta fólk, það er stundum erfitt að horfa til baka og þurfa að sætta sig við sviðna jörð í slóð. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir sjálfshjálparbækur, tólf þrepa prógrömm, alla hugleiðslu heimsins og jóga og lífrænt ræktaða hollustu þá var maður bara það sem maður var og því breytir ekkert sem maður gerir í dag.

Umburðarlyndi, samkennd og gleði

Nichole Leigh Mosty skrifar

Samfélag í stöðugri þróun er samfélag þar sem fólk stendur saman og styður við hvert annað.

Elsku Ragnar

Þorsteinn V. Einarsson skrifar

Nú hefur loksins komið upp á yfirborðið það áreiti, niðurlæging og ofbeldi sem konur eru beittar. Og ég er í algjöru áfalli.

Framsókn í utanríkismálum

Sigurður Þórðarson skrifar

Það var ljótur leikur þegar embættismenn í Brussel plötuðu ungan og óreyndan utanríkisráðherra Íslands til að taka þátt í viðskiptabanni á Rússland sem sögulega er eitt allra mikilvægasta viðskiptaland Íslands.

Höfum við virkilega efni á þessu?

Aron Leví Beck skrifar

Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir.

Ekkert að öfunda

Agnar Tómas Möller skrifar

Það var eftir því tekið í pallborðsumræðum á málþingi Viðskiptaráðs í Iðnó 16. nóvember síðastliðinn, þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði kollega sína á Norðurlöndunum "krjúpa á kné og biðja til guðs um að geta verið með íslenskt vaxtastig“

Lífeyrissjóður unga fólksins

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Fyrir okkur sem eigum einhverja áratugi í eftir­laun eru lífeyrismál ekki beint vinsælasta umræðuefnið.

Áhrifavaldar er ekki tískuorð

Guðmundur Tómas Axelsson skrifar

Markaðssetning með áhrifavöldum (e. influ­encer­ marketing) er búin að vera gífurlega mikið í umræðunni meðal markaðsfólks sem og annarra.

Mikil hætta á mjúkum pökkum í ár

Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Það verður að teljast afar ólíklegt að Íslendingar fari í jólaköttinn í ár ef marka má söluna sem hefur verið á fatnaði og fylgihlutum síðustu misserin hér á landi.

Ekki missa af framtíðinni

Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar

Það eru allir að tala um fjórðu iðnbyltinguna. Okkur er sagt að hún færi okkur stórkostlega stafræna framtíð. Óendanlega möguleika til nýsköpunar með tilheyrandi umbreytingu á samfélagsgerðinni – veröld nýja og góða.

Sjá næstu 50 greinar