Fleiri fréttir

Eiturefnahernaður í Arnarfirði

Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvað á íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt? Nánast ekkert annað en að vera hluti af dýraríkinu. Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu. Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri, eyðir öllum líftíma sínum í þröngum kvíum og er þar að auki erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru.

Ágætu alþingismenn – horfum til framtíðar

Sævar Kristinsson og Karl Friðriksson skrifar

Í nýafstaðinni kosningabaráttu gáfu allir stjórnmálaflokkar loforð og væntingar um betri framtíð. Öll viljum við vinna að bættum hag samfélagsins þó svo leiðir til þess geta verið ólíkar.

Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – sjöundi hluti

David A. Carrillo skrifar

Þetta er sjöunda greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi.

Gagnaleki

Magnús Guðmundsson skrifar

Aðgengi fjölmiðla að upplýsingum og ábyrg meðhöndlun þeirra er lykilforsenda starfhæfs lýðræðis. Ríki sem stýra upplýsingum út frá hagsmunum valdhafa, útvalinna stétta, fyrirtækja og einstaklinga og beina þeim upplýsingum í gegnum þeim þjónkandi fjölmiðla eru einfaldlega spillt.

Úr klóm sjálfsgagnrýni

Lára G. Sigurðardóttir skrifar

Okkur er eðlislægt að sýna þeim sem eiga erfitt umhyggju. En hvað gerist þegar við sjálf eigum erfitt? Þá getur bogalistin brugðist, það þekki ég af eigin raun.

Smitvarnir innfluttra hunda

Árni Stefán Árnason skrifar

Lágvær umræða á sér nú stað um innflutningsmál hunda en hundar, sem fluttir eru til landsins þurfa að fara í 28 daga einangrun í sóttkví þar sem tekin eru úr þeim sýni í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þeir séu ekki smitberar smitsjúkdóma eða beri með sér sníkjudýr.

Dagur mannréttinda barna er í dag

Erna Reynisdóttir skrifar

Þann 15. mars 2016 var samþykkt þingsályktun á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaheillum – Save the Children á Íslandi var falið af þáverandi innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins.

Ekkert um okkur án okkar

Jökull Ingi Þorvaldsson skrifar

Fullorðið fólk telur sig of oft vita hvað er börnum fyrir bestu og hvað þau vilja, frekar en þau sjálf.

Dugnaðarforkar

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Makríl, ferðamönnum og hagfelldu uppgjöri við erlenda kröfuhafa getum við þakkað efnahagslega velsæld hér á landi um þessar mundir.

Litlir límmiðar á lárperum

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Ég tel mig vera umhverfisverndarsinna. Oft er það þó meira í orði en á borði. Litla kjörbúðin í götunni minni þar sem ég bý í London hugðist nýverið minnka plastnotkun. Var tekið að rukka fimm pens fyrir plastpoka við kassann. Mér fannst þetta frábært framtak. Ég keypti mér skvísulegan taupoka skreyttan glimmeri til að taka með mér út í búð.

Einn án ábyrgðar

Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar

Jæja, þá er það vitað. Borgarlögmaður er búinn að úrskurða að Dagur borgarstjóri bar ekki lagalega ábyrgð á biluninni í skólpdælunni, en eins og allir muna flæddi óhreinsað skólp í sjó fram dögum og vikum saman. Jafnframt segir borgarlögmaður að borgarstjóri sé ekki ábyrgur fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.

Aldrei aftur

Hörður Ægisson skrifar

Núverandi peningastefna Seðlabankans er fjarri því gallalaus. Endurskoða þarf stefnuna með hliðsjón af þeirri kerfisbreytingu sem hefur orðið á hagkerfinu.

Dauði útimannsins

Þórarinn Þórarinsson skrifar

Bensínkallar voru aldrei kallaðir annað en "útimenn“ þar til Næturvaktin trommaði upp með "starfsmann á plani“. Og nú er þessi tegund að deyja út. Skeljungur hefur sagt upp öllum sínum og í anda samráðshefðar olíufélaganna má ætla að hin fylgi í kjölfarið.

Staða framhaldsskólanemenda á Íslandi

Davíð Snær Jónsson skrifar

Ungt fólk gengur í gegnum viðamikið þroskaskeið fyrstu árin í framhaldsskóla og tekst í sífellu á við nýjar áskoranir.

Óvinamissir

Þórlindur Kjartansson skrifar

Á ákveðnu tímabili í lífi mínu var ég mjög sannfærður um mikilvægi þess að eiga góða óvini. Þar með var ég alls ekki að gera lítið úr kostum vináttunnar. Eiginlega þvert á móti. Mér fannst að ef ég væri góður óvinur þá gerði það vináttu mína dýrmætari og sannari.

Verður framtíðinni slegið á frest?

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Í burðarliðnum er ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Formenn þessara flokka hafa talað um ríkisstjórn á "breiðum grunni“.

Samlokan opnuð

Sveinn Andri Sveinsson skrifar

Í Fréttablaðinu þann 16. nóvember 2017 var slegið upp í fimm dálka fyrirsögn frétt um það að Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við Subway, sem er skyndibitastaður sem selur samlokur, hefði kært undirritaðan lögmann og skiptastjóra EK1923 ehf til Héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir og einhvers konar þvinganir.

Samanburður á eplum og ljósaperum

Kristján Þ. Davíðsson skrifar

Ingólfur Ásgeirsson, flugstjóri og leigutaki Kjararár, flýgur lágt í áróðrinum gegn fiskeldi í Fréttablaðinu 14. nóvember. Þar ber hann að jöfnu ómengaðan dýrasaur og mannaskít, sem inniheldur flóru mengunar af mannavöldum.

Við lifum í afbökuðum peningaheimi

Örn Karlsson skrifar

Opið bréf til alþingismanna og Seðlabanka Íslands. Hinn íslenski peningaheimur er afbakaður vegna vaxta­paradísar sem Seðlabankinn býður fjármagnseigendum. Mælieiningin krónan bjagast með hættulegum afleiðingum fyrir samfélagið.

Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi

Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson og Sveinn Margeirsson skrifa

Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar uppbyggingar þess.

Landið okkar góða, þú og ég

Þorvaldur Gylfason skrifar

Stelsjúkt fólk er þjófótt, það vitum við öll, en þjófótt fólk þarf ekki að vera stelsjúkt. Þessi greinarmunur hástigs og lægri stiga á víða við. Tilætlunarsemi getur t.d. komizt á svo hátt stig að henni sé betur lýst sem tilætlunarsýki.

Hagsmunir neytenda

Fyrirkomulag innflutningstakmarkana á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvöru var í tvígang í vikunni dæmt ólögmætt. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slíkar takmarkanir brytu gegn ákvæðum EES-samningsins.

Hjartað og heilinn

Frosti Logason skrifar

Ég er alveg undarlega rólegur yfir þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú standa yfir. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn hafa alltaf verið þrír síðustu flokkarnir sem ég mundi kjósa. Einhvern tíma hefði ég verið brjálaður yfir tilhugsuninni um þetta stjórnarmunstur.

Hugsum til framtíðar

Arnar Páll Guðmundsson skrifar

Aðal umræðuefnið á kaffistofum landsins þessa dagana er stjórnarmyndun VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, það er alveg sama hvert maður fer alltaf er spurt hvernig líst þér svo á samstarf þessara þriggja flokka?

Gefum nemendum vængi

Ívar Halldórsson skrifar

Þegar börnin okkar útskrifast úr grunnskóla eða menntaskóla, blasa við þeim ýmis ný verkefni sem þau þurfa að leysa.

Viðhorf til gæludýra

Úrsúla Jünemann skrifar

Fyrir frekar löngu síðan bjó ég í lítilli stúdíóíbúð og þar bjó við hliðina fullorðin kona. Ég heimsótti hana daglega og fór fyrir hana í útréttingar því hún treysti sér ekki út úr húsinu ein síns liðs. Systir hennar sem var ennþá spræk kom stundum í heimsókn og þá tókum við gömlu konuna á milli okkar, fórum á krá og þær fengu sér hvítvínsglas og höfðu frá mörgu að segja.

Iðnnám á háskólastig

Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Í Fréttablaðinu þ. 16. nóv. s.l. er grein eftir Sigurð Hannesson framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, þar sem hann kallar réttilega eftir aukinni virðingu fyrir iðnnámi. Mig langar í því sambandi að leggja nokkur orð í belg um námsfyrirkomulag á Íslandi almennt, sem snertir með beinum hætti ákall Sigurðar. Það snertir líka þann tilfinnanlega skort á ungmennum sem leggja iðnnám fyrir sig, sem er áhyggjuefni.

Öryggisógn og þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu

Jón Pétur Jónsson skrifar

Umræðunni um aukinn straum flóttamanna til Evrópu tengist oft umræða um aukna hryðjuverkaógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Ekki er beint samhengi þarna á milli en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að hryðjuverkamenn hafa komið til Evrópu undir því yfirskyni að vera flóttamenn. Í því felst mikil áskorun fyrir löggæsluyfirvöld sem og samfélögin öll.

Brúin á milli vísinda og atvinnulífs

Einar Mäntylä skrifar

Við viljum byggja brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar.“ Samtök iðnaðarins í aðdraganda kosninga 2017. Þessi ósk atvinnulífsins er ekki tilkomin að ástæðulausu.

Sýnum iðnnámi virðingu

Sigurður Hannesson skrifar

Viðhorfsbreytinga er þörf gagnvart iðn- og starfsnámi á Íslandi. Hér á landi er hægt að velja úr fjölbreyttum iðngreinum sem allar skipta miklu máli fyrir samfélagið. Við viljum fagfólk og fagleg vinnubrögð á öllum sviðum.

Ósjálfbær skuldsetning og lögvarin einokunarverslun

Jónas Gunnar Einarsson skrifar

Það er alveg kolröng niðurstaða að kenna krónunni um hrun og okurvexti hérlendis, eins og Baldur Pétursson viðskiptafræðingur gerir í grein í Fréttablaðinu fyrsta nóvember 2017 á bls. 18 og ber heitið: "Kostnaðarsamur og hættulegur gjaldmiðill“

Í fótspor annarra

Þór Rögnvaldsson skrifar

Það hefur löngum verið mér undrunarefni hvað sumir eiga erfitt með að setja sig í fótspor annarra – jafnvel mestu gáfumenn. Ég ætla að nefna dæmi um þetta.

Vertu úti

Magnús Guðmundsson skrifar

Það er margt fólgið í því að eiga sér mannsæmandi líf í nútíma samfélagi. Að eiga til hnífs og skeiðar, hafa þak yfir höfuðið, tækifæri til menntunar, rétt til starfa og eiga þess kost að lifa eins og manneskja í félagsskap við aðrar slíkar.

Kórar Íslands

Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar

Eitt sinn um þetta leyti árs þegar ég var 14 ára gömul kom í ljós að Marsibil á Grund var orðin eina altröddin í kirkjukórnum í sveitinni. Þetta var ófremdarástand og faðir minn sem var starfandi sóknarprestur linnti ekki látum fyrr en ég var komin á æfingu, langyngst, við hliðina á Marsibil sem söng hátíðartón sr. Bjarna með sinni rámu en styrku rödd upp í eyrað á unglingnum.

Pólitík stjórnsýslunar

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar

Þegar Samtök umgengnisforeldra (áður Samtök meðlagsgreiðenda) voru stofnuð árið 2012 var eitt helsta markmið samtakanna að knýja fram breytingar á almannaskráningu svo að umgengnisforeldrar yrðu skráðir sem foreldrar í þjóðskrá, m.a. svo að þjóðfélagshópurinn yrði rannsóknarhæfur í samanburðarrannsóknum ólíkra þjóðfélagshópa.

Íslenska er okkar mál

Guðný Steinsdóttir skrifar

Árleg áminning um mikilvægi íslenskunnar er um það bil að knýja dyra - dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt mælikvörðum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur íslenskan verið talin tungumál sem er ekki í áhættu þar sem kynslóðir geta talað saman án örðugleika.

Veiðigjöldin hækka yfir 100% í þorsk og ýsu

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Þegar þessi orð eru skrifuð er á teikniborðinu hugmynd um ríkisstjórn frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ég er ekki viss.

Ellismellir á Alþingi!

Ingimundur Gíslason skrifar

Það er mikið rætt um jafnvægi í fjölda einstaklinga í hinum ýmsu hópum á Alþingi. Nú hallar meira en áður á fjölda kvenna inni á nýkjörnu þingi og engir innflytjendur eiga þar sæti nú. En hvernig háttar skiptingu þingsæta eftir aldri?

Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða

Ingólfur Bender skrifar

Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða. Samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun þarf að uppfæra í ljósi þess að auka þarf framkvæmdir og aukið fjármagn þarf í innviðaframkvæmdir á næstu árum.

Sjá næstu 50 greinar