Ekkert að öfunda Agnar Tómas Möller skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Það var eftir því tekið í pallborðsumræðum á málþingi Viðskiptaráðs í Iðnó 16. nóvember síðastliðinn, þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði kollega sína á Norðurlöndunum „krjúpa á kné og biðja til guðs um að geta verið með íslenskt vaxtastig“ – við værum með öðrum orðum öfundsverð af okkar vaxtastigi. Í dag eru stýrivextir víða við núllprósentið og jafnvel neikvæðir í einhverjum tilfellum. Þótt svo lágir stýrivextir séu sjúkdómseinkenni þeirra hagkerfa sem slíka vexti bera, hefur Seðlabanki Íslands lítinn áhuga á að ræða sjúkdómseinkenni íslenskrar hávaxtastefnu, innflæðishöftin. Setning innflæðishaftanna sumarið 2016 er sorgarsaga um hvernig embættismenn taka sér vald sem þeir láta seint af hendi, hvernig sem vindar blása. Rökstuðningur fyrir þeim var heimasmíðuð kenning bankans um að innflæði erlends fjármagns inn á hinn innlenda skuldabréfamarkað væri að hamla eðlilegum framgangi peningastefnunnar. Tíminn hefur leitt í ljós að rökstuðningurinn var veikur frá upphafi. Í fyrsta lagi voru verðbólguvæntingar markaðsaðila meira í línu við þá verðbólgu sem varð, á meðan Seðlabankinn kerfisbundið ofspáði verðbólgu. Í öðru lagi þá nam flæði erlendra aðila í skuldabréf einungis um 3% af veltu á skuldabréfamarkaði mánuðina fyrir setningu haftanna. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að hlutfall eignarhalds erlendra aðila í skuldabréfum á Íslandi er með því allra minnsta sem þekkist alþjóðlega.Áhrif innflæðishafta á vaxtastig heimila og fyrirtækja Hvergi er að finna greiningar frá Seðlabankanum um hvaða áhrif innflæðishöftin hafa á vaxtastig til heimila og fyrirtækja. Ef rýnt er í nýútgefin Peningamál kemur þó fram að að verðtryggðir húsnæðisvextir bankanna hafa nær ekkert breyst frá því að Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferli í ágúst á seinasta ári og hefur síðan þá lækkað stýrivexti um 1,5 prósentur. Íslensk heimili þurfa sem fyrr að greiða 3,5% verðtryggða vexti á ný húsnæðislán í bönkunum, sem samsvarar um 6,5% óverðtryggðum vöxtum til lengri tíma, miðað við verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði. Í alþjóðlegum samanburði eru það ótrúlega háir vextir á jafntrygg lán, einkum í ljósi stöðu íslenska hagkerfisins um þessar mundir. Innflæðishöftin koma að mestu í veg fyrir að erlendir aðilar fjármagni íslensk fyrirtæki og fjármálastofnanir sem og opinbera aðila og ýta þannig bæði upp grunnvaxtastiginu á skuldabréfamarkaði, sem og skuldaraálagi á aðra aðila en ríkið, til dæmis á sértryggðum skuldabréfum bankanna, sem ákvarða vexti húsnæðislána. Á sama tíma hefur afnám útflæðishafta og aukin sjóðsfélagalán lífeyrissjóða dregið mjög úr getu innlendra aðila til að fjármagna heimili og fyrirtæki með skuldabréfum. Lýsandi um mun á innlendri og erlendri fjármögnun íslenskra fyrirtækja, er að bankarnir fjármagna sig á hærra vaxtaálagi á sértryggðum skuldabréfum (um 0,7%) en með óvörðum skuldabréfaútgáfum erlendis (0,5% álag Íslandsbanka á útgáfu sinni í haust). Á Norðurlöndunum er vaxtaálag sértryggðra skuldabréfa nálægt núlli og því hlutfallsleg kjör lántaka þeim mun betri. Annað dæmi er að fjármögnunarkostnaður fasteignafélaga, sem jafnan eru talin útgefendur hvað öruggastra fyrirtækjaskuldabréfa á markaði, hefur þrefaldast frá árslokum 2015, mælt í vaxtaálagi á ríkistryggða vexti. Sá kostnaður veltur að sjálfsögðu yfir á verslanir og þjónustufyrirtæki, sem eru leigutakar fasteignafélaganna.Döpur framtíðarsýn Það er dapurlegt að á umræddum fundi Viðskiptaráðs skyldi seðlabankastjórinn tilkynna að líklega myndu innflæðishöft bankans vara til ársins 2020. Seðlabankinn hefur ekki fært nein rök fyrir innflæðishöftunum sem standast skoðun en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega sagt skýrt að innflæðishöftin séu óþörf hér á landi. Samt þurfa íslensk heimili og fyrirtæki að lifa við háa raunvexti ásamt lamandi innflæðishöftum sem ýta fjármögnunarkostnaði þeirra enn frekar upp, um ókomin ár. Við erum lítil þjóð sem þarf á frjálsum viðskiptum að halda og opnir en ekki lokaðir fjármagnsmarkaðir munu stuðla að lægra raunvaxtastigi, auka framleiðslugetu og skjóta styrkari stoðum undir innlenda verðmætasköpun. Staðreyndin er einfaldlega sú að það er enginn sem öfundar íslensk heimili og fyrirtæki af því vaxtastigi sem þau búa við í dag, nema kannski örfáir kollegar Más Guðmundssonar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það var eftir því tekið í pallborðsumræðum á málþingi Viðskiptaráðs í Iðnó 16. nóvember síðastliðinn, þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði kollega sína á Norðurlöndunum „krjúpa á kné og biðja til guðs um að geta verið með íslenskt vaxtastig“ – við værum með öðrum orðum öfundsverð af okkar vaxtastigi. Í dag eru stýrivextir víða við núllprósentið og jafnvel neikvæðir í einhverjum tilfellum. Þótt svo lágir stýrivextir séu sjúkdómseinkenni þeirra hagkerfa sem slíka vexti bera, hefur Seðlabanki Íslands lítinn áhuga á að ræða sjúkdómseinkenni íslenskrar hávaxtastefnu, innflæðishöftin. Setning innflæðishaftanna sumarið 2016 er sorgarsaga um hvernig embættismenn taka sér vald sem þeir láta seint af hendi, hvernig sem vindar blása. Rökstuðningur fyrir þeim var heimasmíðuð kenning bankans um að innflæði erlends fjármagns inn á hinn innlenda skuldabréfamarkað væri að hamla eðlilegum framgangi peningastefnunnar. Tíminn hefur leitt í ljós að rökstuðningurinn var veikur frá upphafi. Í fyrsta lagi voru verðbólguvæntingar markaðsaðila meira í línu við þá verðbólgu sem varð, á meðan Seðlabankinn kerfisbundið ofspáði verðbólgu. Í öðru lagi þá nam flæði erlendra aðila í skuldabréf einungis um 3% af veltu á skuldabréfamarkaði mánuðina fyrir setningu haftanna. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að hlutfall eignarhalds erlendra aðila í skuldabréfum á Íslandi er með því allra minnsta sem þekkist alþjóðlega.Áhrif innflæðishafta á vaxtastig heimila og fyrirtækja Hvergi er að finna greiningar frá Seðlabankanum um hvaða áhrif innflæðishöftin hafa á vaxtastig til heimila og fyrirtækja. Ef rýnt er í nýútgefin Peningamál kemur þó fram að að verðtryggðir húsnæðisvextir bankanna hafa nær ekkert breyst frá því að Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferli í ágúst á seinasta ári og hefur síðan þá lækkað stýrivexti um 1,5 prósentur. Íslensk heimili þurfa sem fyrr að greiða 3,5% verðtryggða vexti á ný húsnæðislán í bönkunum, sem samsvarar um 6,5% óverðtryggðum vöxtum til lengri tíma, miðað við verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði. Í alþjóðlegum samanburði eru það ótrúlega háir vextir á jafntrygg lán, einkum í ljósi stöðu íslenska hagkerfisins um þessar mundir. Innflæðishöftin koma að mestu í veg fyrir að erlendir aðilar fjármagni íslensk fyrirtæki og fjármálastofnanir sem og opinbera aðila og ýta þannig bæði upp grunnvaxtastiginu á skuldabréfamarkaði, sem og skuldaraálagi á aðra aðila en ríkið, til dæmis á sértryggðum skuldabréfum bankanna, sem ákvarða vexti húsnæðislána. Á sama tíma hefur afnám útflæðishafta og aukin sjóðsfélagalán lífeyrissjóða dregið mjög úr getu innlendra aðila til að fjármagna heimili og fyrirtæki með skuldabréfum. Lýsandi um mun á innlendri og erlendri fjármögnun íslenskra fyrirtækja, er að bankarnir fjármagna sig á hærra vaxtaálagi á sértryggðum skuldabréfum (um 0,7%) en með óvörðum skuldabréfaútgáfum erlendis (0,5% álag Íslandsbanka á útgáfu sinni í haust). Á Norðurlöndunum er vaxtaálag sértryggðra skuldabréfa nálægt núlli og því hlutfallsleg kjör lántaka þeim mun betri. Annað dæmi er að fjármögnunarkostnaður fasteignafélaga, sem jafnan eru talin útgefendur hvað öruggastra fyrirtækjaskuldabréfa á markaði, hefur þrefaldast frá árslokum 2015, mælt í vaxtaálagi á ríkistryggða vexti. Sá kostnaður veltur að sjálfsögðu yfir á verslanir og þjónustufyrirtæki, sem eru leigutakar fasteignafélaganna.Döpur framtíðarsýn Það er dapurlegt að á umræddum fundi Viðskiptaráðs skyldi seðlabankastjórinn tilkynna að líklega myndu innflæðishöft bankans vara til ársins 2020. Seðlabankinn hefur ekki fært nein rök fyrir innflæðishöftunum sem standast skoðun en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega sagt skýrt að innflæðishöftin séu óþörf hér á landi. Samt þurfa íslensk heimili og fyrirtæki að lifa við háa raunvexti ásamt lamandi innflæðishöftum sem ýta fjármögnunarkostnaði þeirra enn frekar upp, um ókomin ár. Við erum lítil þjóð sem þarf á frjálsum viðskiptum að halda og opnir en ekki lokaðir fjármagnsmarkaðir munu stuðla að lægra raunvaxtastigi, auka framleiðslugetu og skjóta styrkari stoðum undir innlenda verðmætasköpun. Staðreyndin er einfaldlega sú að það er enginn sem öfundar íslensk heimili og fyrirtæki af því vaxtastigi sem þau búa við í dag, nema kannski örfáir kollegar Más Guðmundssonar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun