Skoðun

Framsókn í utanríkismálum

Sigurður Þórðarson skrifar
Það var ljótur leikur þegar embættismenn í Brussel plötuðu ungan og óreyndan utanríkisráðherra Íslands til að taka þátt í viðskiptabanni á Rússland sem sögulega er eitt allra mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Sú sorglega saga verður ekki rakin hér en full ástæða væri til að gera henni skil síðar.

Í nýafstöðnum kosningum voru þrjú framboð þar af tvö ný þ.e. Miðflokkur og Flokkur fólksins, með svipaða málefnaafstöðu og Framsóknarflokkurinn í mjög mörgum málum má þar af handahófi nefna einföldun bankakerfis, afstaða til ESB, afnám verðtryggingar, spítali á nýjum og betri stað, kjör eldri borgara og svo mætti lengi telja. Úrslit kosninganna voru tvímælalaust sigur fyrir þessi málefni.

Varnarsigur Framsóknarflokksins er áhugaverður, heldur 8 þingmönnum og er nær örugglega á leið í ríkisstjórn annað hvort þá sem nú er verið að mynda eða aðra. Þessu ber að fagna m.a. vegna þess að Framsóknarflokkurinn er líklega einarðastur í afstöðu gegn viðskiptabanninu á Rússland, sem skaðar íslenska hagsmuni. Vil ég nefna tvö skýr dæmi þess: Á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem háð var að Vogum á Vatnsleysuströnd 20-21. nóvember 2015; bar Frosti Sigurjónsson fram ályktun um afnám viðskiptabannsins og var hún samþykkt með þorra atkvæða. Einungis þáverandi utanríkisráðherra talaði gegn tillögunni og einungis tveir eða þrír einstaklingar sem gengnir eru úr flokknum sátu hjá. Á flokksþingi framsóknarmanna í Háskólabíó sem haldið var 1-2. október 2016. Var samþykkt tillaga utanríkismálanefndar þingsins um að einungis væri heimilt að taka þátt í viðskiptaþvingunum sem Sameinuðu þjóðirnar hlutuðust til um. Þessi skynsamlega tillaga var samþykkt samhljóma með öllum greiddum atkvæðum á þinginu. Vonandi fáum við framsókn í utanríkismálin með hækkandi sól.

Höfundur var stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í þorskastríðinu.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×