Fleiri fréttir

Forsætisráðherra Ástralíu styður samkynja hjónavígslur

Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir í gær að hann væri fylgjandi því að heimila samkynja hjónavígslur þar í landi. Þessu lýsti hann yfir þegar hann hélt óvænta ræðu á baráttufundi með rúmlega 20.000 Áströlum í Sydney í gær.

Clinton ætlar aldrei aftur í framboð

"Ferli mínum sem virkum þátttakanda í stjórnmálum er lokið,“ sagði Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata og öldungadeildarþingmaður, í viðtali við CBS í gær. Mun hún því ekki bjóða sig fram á ný eftir að hafa tapað gegn Donald Trump í forsetakosningum síðasta árs.

Milljónir flúðu áður en Irma skall á

Fjórða stigs fellibylur skall á Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa farið yfir Karíbahaf. Íbúi í Tampa segir við Fréttablaðið að fólk sitji fast því ekki sé hægt að fá bensín í ríkinu.

Heimurinn allur svari Norður-Kóreu

Heimsbyggðin öll þarf að svara kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. Þetta sagði Jens Stolt­enberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) við BBC í gær.

Kínverjar vilja banna bensín- og dísilbíla

Ríkisstjórn Kína lýsti því yfir í gær að hún vildi banna framleiðslu og sölu bensín- og dísilbíla þar í landi. Xin Guobin, staðgengill iðnaðarráðherra landsins, sagði í viðtali við fréttastofu Xinhua að ríkisstjórnin kannaði nú hvernig best væri að koma slíku banni á.

Sprengjugabb í Brighton

Stjórn hótelsins ákvað í samráði við lögregluyfirvöld að rýma bygginguna.

Bein útsending: Irma skellur á Flórída

Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja.

Á flótta undan storminum

Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando.

Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay

Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay.

Eyðir póstum starfsmanna

Arianna Huffington, stofnandi Huffington Post, hefur komið á nýju verklagi til þess að starfsmenn hennar drukkni ekki í vinnu þegar þeir koma úr fríi. Huffington, sem sett hefur á laggirnar fyrirtækið Thrive Global, sér til þess að pósthólf starfsmanna tæmist um leið og sendandi hefur fengið svarpóst um að starfsmaðurinn sé fjarverandi.

Stærsti jarðskjálfti í manna minnum

8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans.

Dönsk glæpagengi á framfæri hins opinbera

Yfir 60 prósent félaga í glæpagengjum í Danmörku fá fjárhagsaðstoð frá hinu opinbera samkvæmt tölum dönsku lögreglunnar. Þrettán prósent fá námsstyrk.

Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki

Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma.

Sjá næstu 50 fréttir