Erlent

Irma mætir til Flórída

Samúel Karl Ólason skrifar
Rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að flýja heimili sín.
Rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að flýja heimili sín. Vísir/AFP
Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér skilaboð í kvöld þar sem hann biðlaði til fólks að forða sér og skilja eigur sínar eftir. Það væri hægt að verða sér út um nýjar eigur en ekki nýtt líf.

Talið er að auga Irmu muni ná til Flórída í fyrramálið og þá fyrst á Florida Keys eyjurnar sem þegar hafa orðið fyrir verulegum skemmdum. Þrátt fyrir að Irma hafi misst kraft í Kúbu er talið að fellibylurinn muni styrkjast aftur á leiðinni til Flórída, þar sem hann fer yfir mjög heitan sjó á leiðinni. Mögulega mun Irma aftur vera í fjórða flokki fellibylja.

Sjá einnig: Kjöraðstæður fyrir fellibylji.



Gert er ráð fyrir sterkum vindhviðum, mikilli rigningu og flóðum vegna Irmu. Samkvæmt frétt CNN er gert ráð fyrir rúmlega 45 m/s vindhviðum og allt að 50 sentímetra rigningu á næstu dögum. Þá eru stórir hlutar Flórída við sjávarmál og óttast er að sjór muni ná langt inn á land. Sjávarmál gæti í raun hækkað um allt að fimm metra.

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×