Erlent

Clinton ætlar aldrei aftur í framboð

Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.
Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Nordicphotos/AFP
„Ferli mínum sem virkum þátttakanda í stjórnmálum er lokið,“ sagði Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata og öldungadeildarþingmaður, í viðtali við CBS í gær. Mun hún því ekki bjóða sig fram á ný eftir að hafa tapað gegn Donald Trump í forsetakosningum síðasta árs.

„Ég verð ekki aftur frambjóðandi. Ég er hins vegar ekki enn hætt afskiptum af stjórnmálum af því ég trúi því að framtíð landsins okkar sé bókstaflega í húfi,“ sagði Demókratinn og fyrrverandi forsetafrúin enn fremur.

Clinton var í viðtali við CBS til að koma nýrri bók sinni á framfæri. Bókin nefnist Hvað gerðist? og fjallar Clinton þar um reynslu sína af kosningabaráttu síðasta árs, ósigurinn gegn Trump og að ábyrgðin liggi hjá henni sjálfri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×