Erlent

Bein útsending: Irma skellur á Flórída

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eins og sjá má er Irma gríðarstór.
Eins og sjá má er Irma gríðarstór. Vísir/Getty
Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja.

Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.

Talið er líklegt að Irma muni ná styrk fjórða stigs fellibyls áður en hún lendir á Flórída, en fellibylurinn hafði misst kraft í Kúbu.

Gert er ráð fyrir sterkum vindhviðum, mikilli rigningu og flóðum vegna Irmu. Talið er líklegt að Irma muni skella á Flórída-skaga af fullum krafti síðar í dag.

Talið er líklegt að Irma muni færa sig upp eftir vesturströnd skagans.


Tengdar fréttir

Segir of seint fyrir íbúa að flýja

Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli.

Irma mætir til Flórída

Minnst 76 þúsund eru án rafmagns og álíka margir halda til í Neyðarskýlum.

Á flótta undan storminum

Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando.

Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki

Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×