Erlent

Forsætisráðherra Ástralíu styður samkynja hjónavígslur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu.
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu. Nordicphotos/AFP
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir í gær að hann væri fylgjandi því að heimila samkynja hjónavígslur þar í landi. Þessu lýsti hann yfir þegar hann hélt óvænta ræðu á baráttufundi með rúmlega 20.000 Áströlum í Sydney í gær.

Ástralska ríkisstjórnin ákvað um helgina að efna til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi til þess að kanna hug almennings. Verður atkvæðagreiðslunni þannig háttað að kjósendur senda kjörseðla sína með pósti.

Þar sem atkvæðagreiðslan er einungis ráðgefandi mun hún ekki leiða til þess að samkynja hjónavígslur verða heimilaðar nema ástralska þingið taki málið fyrir. Þess er þó að vænta að þingið muni taka málið fyrir, sé meirihluti fyrir því að heimila samkynja hjónavígslur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×